Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1975, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 1975, Síða 47
171 NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN Hólmgeir Björnsson: Gróðurfarsbreytingar á framræstum vatnsbotni Undanfarna þrjá áratugi hefur mikið verið ræst fram af mýrum til ræktunar túna og bithaga. Hefur þá sums staðar verið hleypt úr tjörnum og vötnum, sem víða eru á flötum mýraflákum. Verður þá eftir gróðursnauður vatnsbotninn, sem verður uppspretta mold- roks í þurrakuldum á vetrum, en grær að nokkru með tímanum eftir því sem skilyrði leyfa. Meðal vatna jreirra, sem hafa verið ræst fram, er Vatnshamra- vatn, sem liggur milli Hvanneyrar og Vatnshamra í Andakíl. Sam- kvæmt lauslegri mælingu á korti var vatnið 1 km2 að flatarmáli og hæð þess urn 21 m yfir sjávarmáli. Dýpt vatnsins hefur verið um 1,5—3 m. Vatnsbotninum hallar frá öllum bökkurn inn að miðju. Vatninu svipar tnn staðhætti til margra annarra vatna í lágsveitum Borgarfjarðarhéraðs, einkuni vestur um Mýrar. Vatnið var fyrst ræst fram sumarið 1958 til að auðvelda ræktun mýranna í kring og bæta þurrkunarstig þess hluta Vatnshamratúns, sem er á vatnsbakkanum. Var grafinn skurður úr því að suðaustan- verðu, þar sem það hafði haft afrennsli áður. Að vatninu liggja að sunnan og vestan mýrar eða flóar, sem nú hafa verið ræstir til fulls, en að norðan og austan eru klapparholt með mýrarsundum á milli. í stefnu þessara holta til suðvesturs eru víða hryggir, sem eru sumpart huldir af mýrinni en standa annars staðar upp úr. Einn slíkur hryggur nær inn undir vatnsbotninn að suðvestanverðu. Lenti framlenging skurðsins inn á vatnsbotninn á föstu í jaðri hryggsins og takmarkaðist framræslan af því. Skurðurinn var dýpk- aður og lengdur sumarið 1965. Eftir það hverfur vatnið alveg í þurrkum, en í votviðrum verður stærð þess sennilega meira en helmingur upphaflegrar stærðar. Dýpt mósins í vatnsbotninum var könnuð með .3 m löngum teini nálægt vesturbakkanum sem snýr að Hvanneyri. Engin undir-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.