Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 8
Erling Ólafsson og Hálfdán Björnsson: Sandygla (Photedes stigmatica Ev.j endurfundin á Islandi Árið 1937 (2. sept.) fannst torkenni- legt yglufiðrildi (Lepidoptera, Noc- tuidae) á Kópaskeri við Axarfjörð (finnandi A. N0rvang). Aðeins eitt karldýr fannst, og er það varðveitt á Zooiogisk Museum í Kaupmannahöfn (Wolff, 1971). Árið 1970 lýsti Wolff yglunni sem nýrri tegund, Hypocoena dispersa Wolff, eftir að hafa borið hana við þær tegundir frá Evrópu og N.-Ame- ríku, sem henni svipaði rnest til (Wolff, 1970). Við nánari athugun stuttu síðar kom í ljós, að hér var um að ræða áður þekkta tegund, Photedes sligmatica Ev., en sú tegund var að- eins þekkt frá norðanverðri Asíu, frá Úralfjöllum í vestri, austur eftir Sí- beríu, Mongólíu og allt austur til Amurlands við Okhotskahaf (Wolff, 1971). Wolff taldi eintakið frá Kópaskeri svo frábrugðið þeirn asísku, að um sér- staka deilitegund væri að ræða. Hann nefndi liana Photedes stigmatica ssp. dispersa Wolff, 1971. Hefur tegundin hlotið nafnið sandygla á íslensku. Ekki var ljóst, hvort hér var í raun og veru um íslenska tegund að ræða, þar sem eintakið, sem fannst á Kópa- skeri fyrir um 40 árum, hefði alveg eins getað verið slæðingur erlendis frá. Það var ekki fyrr en sumarið 1976, að hið sanna kom í Ijós. Hinn 26. júní 1976 fór annar okk- ar (H. B.) um Skeiðarársand niður með Stóra-Sandál, sem fellur til sjávar vestan Skeiðarár. Fundust þar nokkur eintök af ókennilegri yglutegund. Það var ekki fyrr en síðar unr sumarið, er N. L. Wolff hafði fengið eintök til athugunar, að í ljós kom, að um sand- yglu var að ræða. Dagana 1. og 4. júlí fundust enn fleiri sandyglur á sama stað eða 150— 200 dýr. Fiðrildin héldu sig einkum í stórvaxinni hrossanál (Juncus arc- ticus), sem óx þarna víða í þéttum toppum. Fundarstaðurinn var um það bil miðja vegu milli vegarins og sjávar (um 7 km neðan við veginn). Þar falla smálækir um sandflákana. Ýmsar tegundir melaplantna uxu þar í nokkuð grófum roksandi. Melkollar eru víða í námunda við fundarstað- inn, en leirur austan við hann. Auðsýnilegt var, að sandyglurnar verptu eggjum sínum á hrossanálina. Mikið bar á brúnleitum lirfum fiðr- ildanna í hrossanálartoppunum, eink- Náttúrufræðingurinn, 46 (3), 1976 118

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.