Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 11
Dr. Gunnar Jónsson: Lúsífer (Himantolophus gwnlandicusj veiðist við Vestmannaeyjar Föstudaginn 14. janúar 1977 veiddi vb. Dalarafn VE 508 fiskinn lúsífer, Himantolophus grtþnlandicus, Rein- hardt 1837, í þorskanet sem lágu á 180 faðma (330 m) dýpi í Háfadjúpi um 15 sjómílur suðaustur af Bjarnar- eyju. Lúsíferinn sem mældist 34 cm langur var lifandi þegar hann veidd- ist og tókst að koma honum lifandi í land og setja í búr í Náttúrugripa- safni Vestmannaeyja þar sem Friðrik jesson forstöðumaður safnsins tók að sér að annast hann. Lúsíferinn lifði í 6 sólarltringa eða fram á fimmtudag 20. janúar en þann dag fóru tveir fiskifræðingar að rannsaka hann. Ýms- ir höfðu virt lúsíferinn fyrir sér lif- andi þ. á m. Friðrik forstöðumaður safnsins í Eyjum o. fl. Var tekin kvik- mynd af lúsífernum á rjátli um búr sitt og sást hann m. a. þreifa fyrir sér með þreifiöngum sínum á höfðinu og leita að æti. Var honum gefin loðna að éta og tók hann hraustlega til mat- ar síns. Hafði hann allgóða matarlyst allt fram undir andlátið. Ekki er annars mikið vitað um mataræði full- vaxinna fiska af þessari tegund. 1 lúsífer sem veiddist á Selvogsbanka árið 1925 fannst einn spærlingur. Sennilega étur lúsífer allt sem að kjafti kemur og hann ræður sæmilega við, einnig fiska stærri en hann er sjálfur því að maginn er útþenjan- legur. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem tekst að ná lúsífer lifandi og halda í búri en í júlímánuði 1969 veiddist 80 cm langur sædjöfull sem er skyldur lúsífer og djúpfiskur einsog hann á 30—40 faðma (55—73 m) dýpi. Var hann settur í búr í Sædýrasafninu í Hafnarfirði og tórði þar í nokkra daga án þess þó að vera sérlega líf- legur. Er það í rauninni furðulegt að lúsíferinn skyldi lifa svona lengi þar sem öruggt rná telja að hann hafi ver- ið eitthvað skaddaður innvortis eftir ferðina úr hafdjúpunum upp á of grunnt vatn fyrir hann til að lifa í. Sennilega hefur hann borist hægt með straumum upp úr neðri lögum sjávai' og verið nýkominn í netin eða lent í þeirn þegar verið var að draga þau því hann var ósærður útvortis þegar hann veiddist. Lúsífer telst til ættbálks kjafta- gelgna (Pediculati eða Lophiiformes) Náttúrufræðingurinn, 46 (3), 1976 121

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.