Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 14
Eysteinn Tryggvason: Landslagsbreytingar samfara j arðskj álftunum 1975-1976 Jólin 1975 verða mörgum keldhverf- ingum lengi minnisstæð vegna hinna áköfu jarðskjálfta, sem þá gengu yfir Norðausturland. Þessir jarðskjálftar hófust 20. desentber, samtímis smá- gosi við Leirhnjúk, en þeir voru einna ákafastir á aðfangadag jóla og jóla- dag en þá fundust vægar hræringar á fárra mínútna fresti og snarpir jarð- skjálftar fundust nokkrum sinnum dag hvern. Raunar dró lítið úr ákafa jarðskjálftanna allan janúarmánuð og mesti jarðskjálfti þessarar hrinu kom 13. janúar 1976, er mikið tjón varð á Kópaskeri og þar í nágrenninu. Er kom fram í febrúar fór mjög að draga úr jarðskjálftunum og síðan hafa fáir jarðskjálftar fundist í Kelduhverfi og Öxarfirði, og allir vægir. Þegar jarðskjálftarnir voru livað tíðastir í Kelduhverfi sprakk jörðin víða og þjóðvegurinn spilltist mjög vegna þessara sprungna og landsigs, sem þeim var samfara. Einkum varð þessara sprungna vart í nágrenni bæj- arins Lyngáss, en einnig sáust tals- verðar sprungur við Lindarbrekku og Keldunes og víðar. Sprunga við Veggj- arendann um einn kílómetra austan við Lyngás gliðnaði svo að girðingar slitnuðu og skarð kom í þjóðveginn, sem fylla varð aftur og aftur á meðan jarðskjálftarnir gengu til að halda veginum opnum. Landið vestan þess- arar sprungu seig um allt að einum metra miðað við austurbarm sprung- unnar og mátti sjá sigstall til norðurs frá þjóðveginum allt norður að Bakkahlaupi, sent er aðalkvísl Jökuls- ár á sandinum norðan byggðarinnar í Kelduhverfi. Samtímis varð vart við óvenju- legan ágang vatns við Skóga í Öxar- firði, en hann mun hafa stafað af landsigi þar um slóðir, en Skógar eru í norður frá Lyngási, urn 11 km vega- lengd í beina línu. Benti þetta strax til að verulegt landsig hefði orðið á langri landræmu er lá frá norðri til suðurs. Þetta sigsvæði er beint áfram- hald til norðurs af sprungusveim þeirn, sem liggur til norðurs frá Gjá- stykki að byggð í Kelduliverfi á milli Lindarbrekku og Ásbyrgis. Sami sprungusveimur liggur einnig til suð- urs frá Gjástykki um Leirhnjúk og Námafjall. Nokkru eftir að jarðskjálftarnir 124
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.