Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 14
Eysteinn Tryggvason:
Landslagsbreytingar
samfara j arðskj álftunum
1975-1976
Jólin 1975 verða mörgum keldhverf-
ingum lengi minnisstæð vegna hinna
áköfu jarðskjálfta, sem þá gengu yfir
Norðausturland. Þessir jarðskjálftar
hófust 20. desentber, samtímis smá-
gosi við Leirhnjúk, en þeir voru einna
ákafastir á aðfangadag jóla og jóla-
dag en þá fundust vægar hræringar á
fárra mínútna fresti og snarpir jarð-
skjálftar fundust nokkrum sinnum
dag hvern. Raunar dró lítið úr ákafa
jarðskjálftanna allan janúarmánuð og
mesti jarðskjálfti þessarar hrinu kom
13. janúar 1976, er mikið tjón varð á
Kópaskeri og þar í nágrenninu. Er
kom fram í febrúar fór mjög að draga
úr jarðskjálftunum og síðan hafa fáir
jarðskjálftar fundist í Kelduhverfi og
Öxarfirði, og allir vægir.
Þegar jarðskjálftarnir voru livað
tíðastir í Kelduhverfi sprakk jörðin
víða og þjóðvegurinn spilltist mjög
vegna þessara sprungna og landsigs,
sem þeim var samfara. Einkum varð
þessara sprungna vart í nágrenni bæj-
arins Lyngáss, en einnig sáust tals-
verðar sprungur við Lindarbrekku og
Keldunes og víðar. Sprunga við Veggj-
arendann um einn kílómetra austan
við Lyngás gliðnaði svo að girðingar
slitnuðu og skarð kom í þjóðveginn,
sem fylla varð aftur og aftur á meðan
jarðskjálftarnir gengu til að halda
veginum opnum. Landið vestan þess-
arar sprungu seig um allt að einum
metra miðað við austurbarm sprung-
unnar og mátti sjá sigstall til norðurs
frá þjóðveginum allt norður að
Bakkahlaupi, sent er aðalkvísl Jökuls-
ár á sandinum norðan byggðarinnar
í Kelduhverfi.
Samtímis varð vart við óvenju-
legan ágang vatns við Skóga í Öxar-
firði, en hann mun hafa stafað af
landsigi þar um slóðir, en Skógar eru
í norður frá Lyngási, urn 11 km vega-
lengd í beina línu. Benti þetta strax
til að verulegt landsig hefði orðið á
langri landræmu er lá frá norðri til
suðurs. Þetta sigsvæði er beint áfram-
hald til norðurs af sprungusveim
þeirn, sem liggur til norðurs frá Gjá-
stykki að byggð í Kelduliverfi á milli
Lindarbrekku og Ásbyrgis. Sami
sprungusveimur liggur einnig til suð-
urs frá Gjástykki um Leirhnjúk og
Námafjall.
Nokkru eftir að jarðskjálftarnir
124