Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 23
Lendi eggið í sjój þenst það út á nokkrum mínútum og milli eggsins og egghimnunnar myndast holrúm fullt af fósturvökva. Um leið eiga sér stað efnabreytingar í líminu, sem gera það virkt. Límið storknar eftir einn tíma. Eins og ég lýsti áðan, þyrlast eggin út frá loðnuparinu við lnygningu. Límlagið þyngir neðri hluta eggsins og verður því valdandi, að eggið sest á botninn með límlagið niður. Sand- korn og steinar festast við límhjúp- inn, en efri hluti eggsins er límlaus og helst því hreinn. Sandkornin á lím- laginu þyngja eggin og hjálpa Jjeim að haldast á réttum kili, þó að sand- urinn, sem þau sitja í, sé á stöðugri hreyfingu vegna ölduróts og straums, en hinn hreini hluti eggsins auðveld- ar öndun fóstursins. Eins og ég gat um áður, á hrygn- ingin sér stað í mörgum hrygningar- lotum með löngu millibili. Þetta veld- ur því að límið á eggjunum, sem got- ið er í fyrstu hrygningarlotunni, fær tækifæri til að liarðna og festa sand- kornin við sig, áður en næsta hrygn- ingarlota hefst. Eggin með álímdum sandkornum eru léttari en sandurinn og þyrlast því auðveldlega upp í næstu hrygningarlotu og nýklöktu eggin lenda þá á óhreyfðu sandlaginu fyrir neðan eggin, sem fyrir voru. Við síendurtekna hrygningu á sama stað getur hrognalagið orðið fjögurra til fimm sentimetra þykkt, en sára- sjaldgæft er að eggin séu límd saman. Fulljiroska lirfa klekst úr egginu eftir um það bil 3 vikur. Leitar hún þá fljótlega upp í sjó og getur strax farið að afla sér fæðu. Lirfan er 5—7 millimetra löng með örlitla kviðpoka- næringu. 1 fullu svelti endist kviðpok- inn í 8—10 daga, en nái lirfan ekki í fæðu eftir það deyr hún fljótlega. 133

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.