Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 25
kleift að nýta sólarorkuna betur, vegna þess að það drekkur liana bet- ur í sig en ljóst yfirborð. Maríuhænan er útbreidd um land allt. Áraskipti eru að fjölda hennar, en liann fer eftir veðurfarinu iiverju sinni. Maríuhænur, bæði lirfur og fullorðin dýr, nærast á blaðlúsum. í þurru veðri og hlýindum ná blaðlýs sér að öllu jöfnu vel á strik og maríu- hænur lifa í lystisemdum. f sólskini er jtá algengt að sjá þær á flugi, en þær eru góð flugdýr. Annars er veð- urfar á íslandi svo óstöðugt, að maríu- hænur verða sjaldan mjög áberandi, Ýmsar útlendar tegundir af maríu- bjöllum liafa fundist hér á landi, en þær slæðast gjarnan hingað með skip- um og varningi. Maríudeplan (Coc- cinella seplempimctata L.) er þeirra algengust. Hún er útbreidd um norð- urhvel jarðar frá austurströnd Atlants- liafs austur til Kyrrahafs, og er hún víða algeng (Larsson og Gígja, 1959). Maríudeplan líkist maríuhænunni, en er þó auðgreind frá henni. Maríu- deplan er miklu stærri, 7—8 mm á lengd, og á rauðum skjaldvængjum 1. mynd. Maríubjöllur af ættinni Coccinellidae. A maríutítla (Scymnus limonii Don.), B maríuhæna (Coccinella undecimpunctala L.), C maríudepla (Coccinella septempunct- ata L.). Tegundirnar eru teiknaðar í náttúrlegum stærSarhlutföllum. Fætur og fálmari aðeins sýndir á annarri lilið dýranna. Teiknað skv. eintökum í safni Dýrafræðistofn- unarinnar í Lundi, maríudeplan skv. sænsku eintaki, en hinar skv. íslenskum eintökum. 135

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.