Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 32
Þóroddur Guðmundsson:
Gróður í Kerlingarfj öllum
Sumarið 1963 og nokkur sumur þar
á eftir var ég á skíðanámskeiði í Kerl-
ingarfjöllum í sumarleyfum mínum.
Ég gerði það mér til gamans og heilsu-
bótar. Fjöllin eru það fegursta há-
lendi, sem ég hef séð, og loftið tært
og hressandi. Það var því ómetanleg
heilsubót að dvölinni þar. Ekki spillti
heldur námskeiðsfólkið, sem var
frjálslegt og glatt.
Ég hafði með mér Árbók Ferðafé-
lags íslands 1942, þar sem Kerlingar-
fjöllum er lýst á skýran og skemmti-
legan hátt. Ekki er þó gróðurfarslýs-
ingin á marga fiska. Um gróðurinn
segir svo: „Það er óliætt að segja það
um Kerlingarfjöll, að þau munu vera
eitthvert hið gróðursnauðasta fjall-
lendi á íslandi — og kann þá ein-
liverjum að finnast langt jafnað.“
Við fyrstu sýn kom mér gróðurinn
allt annað en fátæklega fyrir sjónir.
Óvíða hef ég séð auðlegð l)lóma birt-
ast með slíkri fegurð sem þar og
hvergi á nýstárlegri hátt. Ég hugsaði
mér því, að gaman væri að athuga
gróður Kerlingarfjalla í þeinr tóm-
stundum, sem ég fengi frá skíðaiðk-
unum, og gera lista yfir hann.
Lét ég nú ekki sitja við hugmynd
þessa, en hófst þegar handa, þegar hlé
varð á íþróttaiðkunum kvöld og
morgna og miðjan dag. Ég hafði mikla
skemmtun af þessu, og grasafræði-
áhugi greip um sig meðal námskeiðs-
gesta. Þeir buðu sig þegar fram sem
sjálfboðaliðar við gróðurathuganir
mínar, lögðu mér óspart lið og komu
með plöntur á rninn fund.
Þannig leið námskeiðstími sumars-
ins 1963 fyrr en varði. Á sama hátt
leið hann næstu sumur og allt til
haustsins 1965, en þá fór ég síðast í
Kerlingarfjöll um skeið. Ég naut allt-
af hjálpar við gróðurathuganirnar,
allir voru brennandi af áhuga. Jafn-
vel forstöðumaður námskeiðsins,
Valdimar Örnólfsson, varð gripinn
enn þá meiri áhuga en aðrir.
Tekið skal fram, að áhugi minn var
ekki vísindalegs eðlis, heldur forvitni
náttúruskoðarans, er hefur yndi af
blómum, dýrum og steinum. Hér verð-
ur aðeins minnst á gróðurfarið, þó
að jarðfræði fjallanna sé ef til vill
enn rneiri athygli verð. Hærri tind-
arnir eru að mestu úr líparíti, og er
sú bergtegund að vísu ekki gróður-
sæl. Þeir ná um 1400 m yfir sjó, og
eru af þeirri ástæðu einni fáskrúðug-
ir. En því undraverðari er gróðurinn
á hinum lægri þeirra, sem eru úr mó-
bergi.
Miðað við önnur hásléttusvæði er
Náttúrufræðingurinn, 46 (3), 197G
142