Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 40
fjörunnar, og enn aðrar eru svo al- gengastar við neðri mörk hennar. Sumar tegundir þrífast best þar sem brims gætir að ráði og þanggróður er lítill, en aðrar kjósa sér einkum skýld ar fjörur með miklu þangi. Eina teg- und marflóa er eingöngu að finna í árósum og ísöltum sjávarlónum, og ein tegund finnur sér kjörsvæði eink- um í lítt söltum pollum við efri rnörk fjöru og í lækjum, sem renna niður fjöruna. Þessi síðast nefnda tegund, sem á vísindamáli nefnist Gammarus duebeni, kemst næst ]jví af íslenskum marflóm að lifa í fersku vatni. Á stöku stað hérlendis finnst hún í lækjum rétt ofan fjöru, og hæst hefur hún fundist í um 20 m hæð ylir fjöru. Það er raunar nokkuð undarlegt að þessi tegund skuli ekki halda hærra inn í landið hér, þar sem hún er kunn að því í nágrannalöndum okkar, t. d. í Færeyjum, að fara eftir lækjum upp á Iiæstu fjöll. En eins og áður segir er engin hinna eiginlegu ferskvatns- marflóa til hérlendis. Fátt virðist því raunar til fyrirstöðu að þessar mar- flær gætu þrifist í vötnum hérlendis. Sennilega er hér um að kenna ein- angrun landsins, því þessi dýr þola ekki sjó og geta því ekki borist hing- að sjóleiðina. Flestir, sem hugað hafa að lífi í fjörum, hafa tekið eftir því, að oft má sjá marflær halda á öðrum flóm, sem yfirleitt eru heldur minni. Heldur stærri flóin hinni minni með því að krækja klórn fjögurra ganglima í bak hennar. Eins og mönnum býður hug- ur um, er hér um að ræða karldýr, sem heldur á kvendýri. Bæði hjá mar- flórn og þanglúsum verpa kvendýrin eggjum, sem þau geyma síðan í sér- stökum eggjapoka eða hólfi undir kvið sér, uns eggin klekjast og ung- arnir yfirgefa pokann sem smækkuð mynd foreldranna, og fara að ala önn fyrir sér sjálfir. Eggin verður að frjóvga jafnskjótt og þeim ei' orpið í pokann. Þetta er tryggt á þann hátt, að karldýrin taka sér kvendýr, og halda á þeim, jafnvel vikum saman, þar til komið er að varpi, en eftir frjóvgun sleppir karldýrið kvendýr- inu. Hér á landi virðast karldýr marfló- anna fara að taka sér kvendýr í nóv- ember eða desember. Kvendýrin verpa síðan fáeinum tugum eggja nálægt áramótum, en ungarnir yfirgefa eggja- pokann í mars—apríl eða svo. Nokkru áður en það gerist taka karldýrin kvendýrin á ný, og kvendýrin verpa síðan eggjum aftur um það leyti sem fyrri ungahópurinn fer að lifa á eigin spýtur. Seinni ungahópurinn yfirgef- ur svo eggjapokann í júní eða svo. Þetta kann svo að endurtaka sig í þriðja skiptið, a. m. k. hjá sumum tegundum, en frá ágúst og fram undir nóvember/desember gera marflær hlé á tímgun. Ungarnir verða svo kyn- þroska á tæpu ári. Sennilega er þetta allsvipað hjá þanglúsum, þótt ekki hafi það verið kannað ltcr enn sem komið er. Hvorki marflær né þanglýs eru við eina fjölina felldar hvað snertir mat- aræði. Smásæjir þörungar, sem vaxa á steinum og þangi, eru þó sennilega einna þýðingarmesta fæðutcgund þess- ara dýra, en einnig nýta þau, einkum marflærnar, alls kyns lífrænar leifar, bæði dýra- og plöntukyns, sem tíðum safnast fyrir í fjörum í miklu magni. Rándýr geta marflær og þanglýs í fjör- 150

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.