Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 41
nm tæplega talist, þótt eflaust beri
við að marflær leggist á lasburða dýr.
Það leiðir af sjálfu sér, að marflær og
þanglýs gegna mjög mikilvægu lilut-
verki í starfsemi lífríkisins í fjöru, og
ná áhrif þeirra raunar langt út fyrir
fjöruna sjálfa, bæði upp og niður fyr-
ir hana. Þessi dýr umbreyta orku og
efni, sem felast í smásæjum lífverum
og lífrænum leifum í það forrn, sent
stærri dýr geta nýtt, en marflær og
þanglýs eru mikilvæg fæða fyrir marg-
ar tegundir fiska og fugla. Vitað er að
sprettfiskur, seiði ufsa og hrognkelsis,
svo og bleikja nærast oft að miklu
leyti á þanglúsum og marflóm, sem
þau sækja í fjöruna um flóð. Sam-
kvæmt erlendum rannsóknum eru
þanglýs, en þó einkum marflær, uppi-
staðan í fæðu æðarunga fyrstu 5—6
vikurnar eftir að þeir klekjast, en hér-
lendar athuganir á þessu skortir. Þeg-
ar lágsjávað er sækir rnikill fjöldi vað-
fugla ofan í fjöruna í ætisleit. Vafa-
lítið eru það oft marflær sem fuglarnir
eru að sækjast eftir, ekki síst á víð-
áttumiklum leirum. Sennilega væri
fuglalíf landsins til ntikilla muna fá-
tæklegra ef ekki fyndust marflær.
Marflær og þanglýs í fjörum nærast
á flóðinu, en á fjörunni halda þær að
mestu kyrru fyrir og safnast þá oft
fyrir margar saman á litlum blettum,
einkum undir steinum, þar sem raki
er talsverður, þótt lágsjávað sé. Geta
verið mörg hundruð dýr undir einutn
steini, sem býður upp á sérlega hag-
stæð skilyrði, en lítið sem ekkert und-
ir öðrum nálægum steinum. Gerð hef-
ur verið könnun á magni marflóa og
þanglúsa í fjörum suðvestanlands, og
reyndust að meðaltali vera unt 160
marflær og 70 þanglýs á fermetra, en
fjöldinn eykst að meðaltali eftir því
sem neðar dregur í fjöruna. Jafngildir
þetta um ntilljón dýrum á 100 m
lönguni fjörukafla. Gefa þessar tölur
bendingu um það hve geysileg mergð
er af dýrum þessum.
Beina hagnýta þýðingu hafa mar-
flær og þanglýs ekki mikla, með
nokkrum undantekningum þó. Sums
staðar erlendis eru marflær étnar og
þykja lostæti, og eru eflaust svipaðar
rækjurn á bragðið, enda ekki fjar-
skyldar þeim. Nokkur vandkvæði eru
væntanlega á því að nytja marflær í
stórum stíl, því þær eru smáar, þótt
þær séu margar. Þyngd marflóa af
stærstu tegund í fjörum hér fer vart
ntikið frant úr tíunda liluta úr
gramnti. Um aðra veiðiaðferð en
tínslu er vart að ræða, og rnætti ætla
að einn ntaður gæti tínt unt 500 dýr
á klukkustund, þar sem mikið er af
þeint, eða e. t. v. nálægt 50 grömnt-
um. En ugglaust ntundu nrargir tína
sér marflær til ganrans og til bragð-
bætis, ef menn kænrust upp á lagið
nteð þetta.
Nokkurn usla gera marflær sjó-
mönnunt með því að leggjast á fisk í
veiðarfærum, þó tæpast þær tegundir,
sem algengastar eru í fjörum. Til
þanglúsa heyrir ennfremur hin svo-
kallaða tréæta. Þetta er lítið dýr, unt
4—5 ntnt á lengd. Þanglýs þessar grafa
sig inn í við, sent liggur í sjó og tímg-
ast þar ört. Ungarnir ltalda svo áfram
að grafa göng í tréð uns þeir verða
kynþroska, en jtá syndir a. nt. k. ein-
hver liluti Jteirra á brott í leit að
nýjum við og sagan endurtekur sig.
Tréætu varð fyrst vart hérlendis unt
aldamótin síðustu, en nú er hún mjög
algeng um land allt og veldur mjög