Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 43
Sveinn Jakobsson:
Aldur Grímsneshrauna
í vestanverðu Grímsnesi er jarð-
eldasvæði, sem er hluti af hinu mikla
goshelti, sem oftast er kennt við
Reykjanesskaga og Langjökul og er í
beinu framhaldi af hálnygg Miðatl-
antshafshryggjarins. Þetta jarðelda-
svæði lætur lítið yfir sér, enda eru
gosstöðvarnar flestar lágvaxnar og
hraun og gígir víða hulin miklum
gróðri. Þó eru tvær eldstöðvar í Gríms-
nesi vel kunnar, en j>ær eru Kerið og
Seyðishólar. Um almenna jarðfræði
og bergfræði ]>essa svæðis hefur áður
verið fjallað (Sveinn Jakobsson 1966:
The Grímsnes Lavas, Acta Nat. Isl.
II, 6). í þeirri grein var einnig reynt
að áætla aldur hraunanna með hjálp
jarðvegssniða, þar sem mæld var af-
staða jjckklra öskulaga frá Heklu við
gjallög eða hraun úr Grímsnesgígum.
Voru hraunin jxannig talin rnynduð
fyrir um 5000—6000 árum. Nýlega
liefur verið gerð aldursgreining með
geislakolsaðferðinni á koluðu lagi
undan einu hraunanna, og |>ar sem
ýmsar viðbótarupplýsingar eru nú
fyrir hendi um eldstöðvar og hraun í
Grímsnesi, jaykir ástæða til þess að
fjalla á ný um aldur þeirra.
Grímsnesþyrpingin
Grímsneshraun þekja alls um 54
km2 og hafa runnið frá 12 eldstöðv-
um, eftir J>ví sem næst verður komist.
Mynd 1 sýnir útbreiðslu hraunanna
og eldstöðvar, og er J>ar að mestu
leyti fylgt jarðfræðikorti }>ví, er birt-
ist í Acta Naturalia Islandica 1966.
Minni háttar lagfæringar hafa víða
verið gerðar hvað snertir legu hraun-
jaðra. Eina meiri háttar breytingin á
kortinu er sú, að Borgarhóll í landi
öndverðarness, um 1 krn ANA af
Álftarhól, er hér talin eldstöð, en var
í fyrri ritgerð minni flokkaður sem
gervigígur í Kolgrafarhólshrauni.
Nánari athuganir á bergj>ynnum úr
Borgarhól og nálægum hraunum sýna,
að Borgarhóll hlýtur að vera sjálfstæð
eldstiið og hefur lítil hraunspýja runn-
ið frá honum til suðurs. Fjöldi ein-
stakra lnauna og eldstöðva í Grírns-
nesj>yrpingunni er j>ví alls 12, eins og
sjá má á kortinu (1. mynd). Seyðis-
hóla-Kerhólshraunið er lang stærst,
eða um 23,5 km2. Þetta hraun má
greina í tvennt, enda er ]>að komið
úr tveimur aðskildum eldstöðvum,
J>ótt tímamunur á milli J>eirra sé
i
Náttúrufræðingurinn, 46 (3), 1976
153