Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 44
sennilega mjög lítill. Tjarnarhóla- hraun er um 11,9 km2, Kálfshóla- hraun 8,0 km2 og Álftarhólshraun 6,2 km2, hin hraunin eru hvert um sig minna en 3,5 knr2. Þykkt hraunanna virðist nokkuð breytileg, eða frá um 6 m til 18 m. Heildarmagn hrauna, sem upp hafa komið í Grímsnesi, má áætla að sé nálægt 1,2 km3, sem er svipað og magn jtað, sem myndaðist í Surtseyjareldum 1963—1967. Eld- stöðvarnar eru stuttar gjallgígaraðir eða aflangir gjallgígar, nema Kerhóll, sem er stakur hringlaga gjallklepra- gígur. Líklega hefur gosið á hverjum stað byrjað sem hreint sprungugos, líkt og i Surtseyjargosunum og í Heimaeyjargosinu 1973, en gosvirkni síðan einangrast við staka gígi, einn eða fleiri. Nákvæm jarðfræðikortagerð á Reykjanesskaga (Jón Jónsson, í undir- 1. mynd. Útbreiðsla Grímsneshrauna. Á litlu myndinni er sýnd lega svæðisins með tilliti til Reykjanes—Langjökuls-gosbeltisins. — A map oj the Grímsnes lavas. The inset map shows the localion of Ihe mapped area ivithin the Reykjanes—Langjöknll volcanic zone in southwest Iceland. 154

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.