Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 45

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 45
búningi) hefur sýnt og sannað það, sem áður hefur verið Iiaklið fram, að gosstöðvar á skaganum raða sér í ákveðnar þyrpingar (,,sveima“); eru fimm slíkar þyrpingar á Reykjanes- skaga (Sv. Jakobsson, Jón Jónsson & Shido, 1977). 1 hverri þyrpingu eru eitthvað um 20 til 35 eldstöðvar og eru þær þéttastar um miðbik hverr- ar þyrpingar og þar hefur saman- lagt mest magn hrauns komið upp. Nálægt miðjunni er einnig háhita- svæði, og flestar þyrpingarnar eru skornar í sundur á langveginn af grunnum sigdölum. Hver þyrping virðist hafa sín ákveðnu bergfræðilegu sérkenni. Það er ljóst, að eldstöðvarn- ar í Grímsnesi verður einnig að flokka til þyrpinga. Ekki er þó Grímsnes- þyrpingin fullburða, sé tekið mið af Reykjanesskaganum, þar sem hún er að öllu leyti minni í sniðum, einnig vantar þar alveg háhitasvæðið og sig- dalinn. Eldstöðvar í Grímsnesi eru aðeins af einni gerð, stuttar gos- sprungur, en á Reykjanesskaga eru bæði gossprungur og dyngjur af ýms- um stærðum. Muninn á Grímsnes- þyrpingunni og Reykjanesskagaþyrp- ingunum ber að skoða í ljósi þess, að Grímsnes er í útjaðri gosbeltisins og raunar nokkuð slitið frá því. Gosið i Seyðishólum í Seyðishólum hefur gosið orðið með nokkuð öðrum hætti en í hinum eldstöðvunum. Þar liefur í byrjun gossins orðið mikið kvikustrókagos og hefur hlaðist upp niikið gjallhrúgald, þar sem eru Seyðishólar. Ástæðan fyr- ir þessari miklu strókavirkni lilýtur að vera óvenjumikið magn gasteg- unda í hraunkvikunni sem upp kom í Seyðishólum. Víst er, að gjallið er óvenju holótt. Sést vel í bergþynnu, að gjallmolarnir eru alsettir smáum holum eftir gasbólur, og á það varla sinn líka hér á landi. Það er hins vegar ekki hægt að færa fram nein skynsamleg rök fyrir því, hvers vegna gasmagn Seyðishólahraunkvikunnar ætti að hafa verið svo miklu meira en annarra hrauna, sem hafa myndast á gosbeltinu og eru af svipaðri efna- samsetningu. Flestir bergfræðingar munu sammála um, að það sé náið samband ntilli efnasamsetningar bergsins og gasmagns. Basísk kvika inniheldur hlutfallslega lítið magn gastegunda, en ísúr og súr kvika mik- ið magn. Þannig fylgdi mun meira af gastegundum gosinu í Eldfelli en í Surtsey, enda eru Surtseyjarhraun basalt (basískt berg), en Eldfellshraun alkalískt andesít (ísúrt berg). Gjallið í Seyðishólum er um 100 m á þykkt, ef gert er ráð fyrir, að hól- arnir séu allir úr gjalli ofan við 120 m hæðarflötinn. Gjallið hefur einnig dreifst allmikið út frá gosstöðvunum; á 2. mynd eru sýndar nokkrar jafn- þykktarlínur fyrir gjallið. Þar sem meirihluti gjalllagsins er hulinn yngri hraunum og mælipunktar eru tiltölu- lega fáir, sýnir 2. mynd aðeins dreif- ingu gjalllagsins í grófum dráttum. Þykkt lagsins á liverjum stað er oft mjög breytileg og gat verið örðugt að áætla meðalþykkt hverju sinni. Dreif- ing Seyðishólagjóskunnar hefur ekki áður verið athuguð og kemur jiykkt og útbreiðsla hennar nokkuð á óvart. Það má geta þess hér, að gjallið mynd- ar t. d. um 40 sm þykkt lag (í sam- þjöppuðu formi) þar sem nú er bær- 155
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.