Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 50
legur aldrinum 6150 árum á H5, eins
og hann nú er talinn (Sig. Þórarins-
son, 1971). Annaðhvort er Ijósa ösku-
lagið undir Seyðishólagjóskunni (sjá
t. d. snið 4), ekki H5, eða þá að hin
nýja aldursgreining á H5 er of lág.
Þess skal getið hér, að H. Tauber
gerði einnig þá aldursgreiningu á H5,
sem gaf 6600 ár. Það skiptir ekki höf-
máli hér, hvort fyrrnefnt ljóst Heklu-
lag er H5 eða ekki, aldur þess er ör-
ugglega um 6600—6700 ár.
Aldur annarra Grímsneshrauna var
síðan áætlaður með hliðsjón af hinni
nýju C14-aldursgreiningu, Heklulög-
unurn H.{ og H5 og þykka brúna
öskulaginu. Aldur brúna lagsins var
fyrst ákvarðaður út frá afstöðu til
H.j, H5 og Seyðishólalagsins í sjö
jarðvegssniðum. Var þetta gert þann-
ig, að lyrst var reiknuð árleg þykkn-
un á milli H3 og H5, á milli Hs
og Seyðishólalagsins, og ennfrem-
ur á milli H3 og Seyðishólalagsins,
þar sem hið síðastnefnda var þunnt.
Síðan var reiknað út, hve mörg ár
væru frá þessum föstu punktum (t. d.
H3) til brúna lagsins. Fékkst þá
meðalaldurinn 1900 ár, og má ætla,
að skekkjumörkin séu 200—300 ár
til hvorrar hliðar. Þetta þýðir, að
brúna askan hafi fallið við upphaf
tímatals okkar og er merkt sem B.L.
~ 0 á 3. mynd. Hugsanlegt er, að
þetta lag sé hið sama og hið 34 cm
þykka brúna og svarta Heklulag, sem
er á 4,4 m dýpi í Galtalækjarþver-
sniði Sigurðar Þórarinssonar (1968, 3.
mynd). Önnur hraun en stóru hraun-
in þrjú (sem eru nær samtímamynd-
anir og um 6200 ára) voru nú aldurs-
greind á sama liátt. Voru Heklulögin
H3 og H5 notuð þar sem þau sjást,
en annars H3 og B.L.~ 0. Það má ætla,
að þessar aldursgreiningar séu með
nákvæmninni eitthvað um ± 600 ár,
nema þar sem brúna öskulagið er
notað, þar gæti hugsanleg skekkja á
því lagi flust yfir á greininguna á
hrauninu og þannig aukið óvissuna
um aldur þess. Á þennan hátt reikn-
aðist t. d. aldur Selhrauns syðra 6600
± 600 ár, Seyðishólagjallsins 6500 ±
600 ár og Tjarnarhólahrauns 5500 ±
600 ár. Forsenda þessara útreikninga
er sú, að árleg jarðvegsþykknun sé að
5000 -i
k 6000
7000
SV
ALFTARHOLL
KALFSHOLAR?
RAUÐHOLAR
KOLGRAFARHÓLL
BORGARHÓLL
---------TJARNARHOLAR-
SELHOLL syðri
NA
BORGARHOLAR ?
RAUÐHOLL
KERHÓJ.L 1____
. SEYÐISHOLAR J
SELHÓLL nyrðri
r5000
-6000
SEY.6200
Hc,6600
L 7000
4. mynd. Aldursröð Grímsneshrauna. Til viðmiðunar er sýnd lega gjóskulagsins H5
frá Heklu og Seyðishólagjóskunnar. — The age sequence of the Grimsnes lavas. The
positions of the Hekla layer Hr> and the Seydishólar tephra is shown for comparison.
160