Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 53
Éyþór Einarsson: Nýir fundarstaðir tveggja sjaldgæfra plantna Linarfi (Stellaria calycantha (Ledeb.) Bong.) fundinn á Norðurlandi Línarfa er fyrst getið frá íslandi í ritgerð Babingtons (1871) um endur- skoðun á flóru íslands. Þar segir að Japetus Steenstrup hafi fundið hann á Staðarfelli og í Borgarfirði, og er þar átt við Staðarfell á Fellsströnd í Dalasýslu og Borgarfjörð vestra, því Steenstrup fór um þær slóðir árið 1840. Engin eintök hafa þó verið til þaðan í söfnuni og Helgi Jónsson (1899) segist mörgum sinnurn hafa leitað að honurn að Staðarfelli án árangurs. En 23. júlí 1893 finnur Stefán Stef- ánsson línarfa við prestssetrið í Vatns- firði við Isafjarðardjúp og skýrir frá því í ritgerð um íslenskar flórunýj- ungar í danska ritinu Videnskabelige Meddelelser (Stefán Stefánsson, 1897). Aftur á móti getur hann þess livorki þar, né í Flóru íslands (Stefán Stefáns- son, 1901 og 1924), í hverniglandi lrann vaxi. Samt segir Áskell Löve (1945) í bók sinni Islenzkum jurturn að línarf- inn í Vatnsfirði vaxi í votlendu kjarri. Trúlega hefur hann gert ráð fyrir að tegundin yxi þarna við svipuð skil- yrði og hún gerir oftast í Skandinavíu, en í Norsk Flora eftir Johannes Lid (1944) segir að línarfi vaxi þar á rök- um stöðum til fjalla og oftast í víði- kjarri. Eintökin sem Stefán safnaði í Vatnsfirði eru allt að 45 cm á liæð og bæði með blómum og hálfþrosk- uðum aldinum. Ekki lrefur þó tekist að finna línarfann aftur í Vatnsfirði (Steindór Steindórsson, 1946). í öllum þessum heimildum urn lín- arfa á íslandi, nema íslenzkum jurt- um, er hann nefndur latneska nafn- inu Stellaria borealis Bigel., en þar og í III. útgáfu Flóru íslands (Stefán Stefánsson, 1948) er nafnið Stellaria calycantha (Ledeb.) Bong. notað um hann og er það svo til alls staðar gert nú. Á seinni árum hefur línarfi fundist á þremur vaxtarstöðum til viðbótar á Vestfjörðum og fann Helgi Jónasson á Gvendarstöðum hann á öllurn stöð- unurn. Fyrsti vaxtarstaðurinn fannst í Botni í Dýrafirði 1947, eða 54 ár- um eftir að Stefán Stefánsson fann hann í Vatnsfirði, og komst því með Náttúrufræðingurinn, 46 (3), 1976 163

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.