Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 55
Safastör (C.arex diandra Schrank.)
fundin d Vesturlandi
Safastör fannst fyrst á íslandi svo
vitað sé í ágúst 1901, þegar Helgi Jóns-
son fann hana í mýrlendi á Sandfelli
í öræfum, þar sem allmikið óx af
henni. Þetta er stór og falleg planta
og eintökin sem Helgi fann voru 35—
45 cm há, en aldinin enn ekki þrosk-
uð. Helgi fónsson (1907) taldi þessi
cintök vera af tegundinni Carex pani-
culata L. sem er náskyld safastör og
kallaði hana toppstör á íslensku en
það er bein þýðing á danska nafninu.
Undir [jessum nöfnum er safastörin
svo tekin upp í II. útgáfu Flóru ís-
lands (Stefán Stefánsson, 1924).
Safastörin finnst svo ekki á fleiri
stöðurn hér á landi fyrr en þrjátíu ár-
um síðar, eða í ágúst 1931, þegar
Steindór Steindórsson finnur hana í
Safamýri í Ásahreppi í Rangárvalla-
sýslu. Þar sem Steindór var í óvissu
um hvort hér væri á ferðinni Carex
diandra eða C. paniculata sendi hann
eintök til nafngreiningar til Grasa-
safns Hafnarháskóla og var þar stað-
fest að þetta væri C. diandra, og jafn-
framt að cintökin sem Helgi Jónsson
safnaði á Sandfelli tilheyrðu sömu
teguncl (Steindór Steindórsson, 1933).
íslenska nafninu breytti Steindór þó
ekki þá. Það gerir aftur á móti Áskcll
Löve (1945) í íslenzkum jurtum, þar
sem hann nefnir C. diandra íslenska
nafninu keflastör, sem er í rauninni
bein þýðing á hinu norska nafni
hennar.
Næst l'innur Hálfdan Björnsson á
Kvískerjum safastör í blautum mýr-
um við Salthöfða á Fagurhólsmýri í
Öræfum, þar sem lnin var 40—45 cm
Safastör (Carex diandra Schrank.). —
Myndin er úr R. Nordhagen: Ulustra-
sjonsbind, L 2. 1948, og er af norsku ein-
taki. íslensk eintök eru mjög lík.
há, en það var í ágúst 1944 og var
þess getið í III. útgáfu Flóru íslands
(Stefán Stefánsson, 1948). Þar er þessi
viixtulega stör nefnd safastör og hefur
hún haldið því nafni síðan, en líklega
165