Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 56
er það dregið af nafni Safamýrar. Árið
1947 finnur Steindór Steindórsson svo
safastör við önundarhorn undir Eyja-
fjöllum og á Stóra Hofi á Rangárvöll-
um (Stefán Stefánsson, 1948 og Stein-
dór Steindórsson, 1949).
Allir vaxtarstaðir safastarar hér á
landi sem þekktir voru þá voru því á
Suðaustur- og Suðurlandi. Einn vaxt-
arstaður enn á því svæði bættist svo
við jjegar ég fann hana í blautri mýri
niðri undir sjó á Ósengi í Mýrdal, í
júlí 1974. Þar óx hún frekar strjált
og voru plönturnar 35—40 cm háar.
Sá vaxtarstaður safastarar sem er
tilefni þessarar greinar er langt utan
þessa svæðis, sem virðist vera aðalút-
hreiðslusvæði hennar hér á landi.
Þessi nýlega fundni vaxtarstaður er í
Staðarsveit á Snæfellsnesi, nánar til-
tekið í mýri við tjörn sem kenncl er
við fornbýlið Hofgarða, og er ör-
skamrnt frá sjó og varla í meira en 5
m hæð yfir sjávarmáli. Tjörnin er
reyndar þekkt fyrir grósku og fyrir
það að vera eini vaxtarstaður tjarna-
blöðku (Polygonum amphibium L.)
sem eftir er hér á landi. En mýrin
ofan við tjörnina er ekki síður grósku-
leg og athyglisverð og væri full ástæða
til að friðlýsa tjörnina og nánasta um-
hverfi hennar. Safastörina fann ég
þarna 5. september 1970; hún óx ein-
ungis á svolitlum bletti og var 35—
45 cm há og með fullþroskuðum
aldinum. Aðrar tegundir í mýrinni
eru mýrastör, mýrelfting, hálmgresi,
kornsúra, engjarós, hófsóley, vallhæra
og hrossanál, auk nokkurra mosa.
Mér finnst sennilegt að safastör eigi
eftir að finnast á fleiri stöðum hér á
landi, einkum á Suðaustur- og Suður-
landi, en jafnvel einnig vestanlands,
t. d. í Mýrasýslu og Hnappadalssýslu.
HEIMILDIR
liabinglon, C. C., 1871: A revision oí the
Flora of Iceland. The Journal of the
Linnean Society. Botany, XI: 282—
348.
Hultén, E., 1950: Atlas över váxternas ut-
bredning i Norden. Stockholm.
Jónasson, Helgi, 1964: Frá Vestfjörðum.
Flóra, tímarit um islenzka grasafræði,
2: 83-88.
Jónsson, Helgi, 1899: Floraen paa Snæ-
fellsnes og Omegn. Botanisk Tids-
skrift, 22: 169-207.
— 1907: Nýfundnar plöntur á Islandi.
Skýrsla um Hið íslenzka náttúrufræð-
isfélag, félagsárin 1905—6 og 1906—7:
30-33.
Licl, Johannes, 1944: Norsk flora. Oslo.
Löve, Askell, 1945: íslenzkar jurtir. Kaup-
mannahöfn.
Stefánsson, Stefán, 1897: Fra Islands Væxt-
rige. III. Floristiske Nyheder. Viden-
skabelige Meddelelser fra den natur-
historiske Forening í Kjpbenhavn.
— 1901: Flóra íslands. Kaupmanna-
liöfn.
— 1924: Flóra íslands. II. útgáfa, auk-
in. Kaupmannahöfn.
— 1948: Flóra íslands. III. útgáfa, auk-
in. Steindór Steindórsson frá Hlöðum
bjó til prentunar. Akureyri.
Steindórsson, Steindór, 1933: Flórunýj-
ungar 1932. Skýrsla um Hið íslenzka
náttúrufræðisfélag, félagsárin 1931 og
1932: 35-38.
— 1946: Vestfirðir. I. Gróður. Reykja-
vík.
— 1949: Flórunýjungar 1948. Náttúru-
fræðingurinn, 19: 110—121.
166