Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 57
S U M M A R Y
New localities in Iceland for Stellaria calycantha (Ledeb.) Bong.
and Carex diandra Schrank.
by Eythor Einarsson,
Museum of Natural History, Reykjavik.
Stellaria calycantha (Ledeb.) Bong.,
hitherto known only from four localities
in North West Iceland, is reported from
a new locality in Slúttnes, a small island
in the lake Mývatn in North East Ice-
land, where it grows in a Salix phylici-
folia shrubland.
Carex diandra Schrank has until now
only been known froni five localities in
South East and South Iceland; it is re-
portecl from one more locality in South
Iceland, and from a new locality in Stad-
arsveit in the Snæfellsnes peninsuia in
West Iceand where it grows in a wet bog
near the sea.
Athugasemd um flóru Herðubreiðar
I grein um flóru og gróður Herðu-
breiðarlinda, sem birtist í seinna hefti
45. árgangs Náttúrufræðingsins, gat
ég þess að ég hefði engar blómplönt-
ur fundið á Herðubreið ofan 1300 m
hæðar, enda rifur og glufur rnilli
steina ofan þeirrar hæðar víðast verið
fullar af snjó þegar ég gekk á fjallið.
Undir snjónum kynnu þó að hafa
leynst einhverjar harðgerðar plöntur
sem ég ekki sá. Þar að auki liafi mér
ekki verið tiltækar neinar heimildir
sem gátu um nokkrar plöntur þarna.
Nú sé ég, mér til ánægju, að mér
hefur skjátlast, því meðal hinna
mörgu sem gengið hafa á Herðubreið
hafa verið menn sem veittu plöntum
athygli, enda hlaut svo að vera. í 2.
tölublaði 15. árgangs Farfuglsins frá
1971, en Farfuglinn er félagsblað
Bandalags íslenzkra farfugla, rakst ég
nýlega á örstutta frásögn eftir gg (Gest
Guðfinnsson), „Jurtalíf uppi á Herðu-
breið“, þar sem sagt er að í sumar-
leyfisferð Farfugla norður yfir há-
lendið sumarið 1970 hafi fararstjór-
inn, Ragnar Guðmundsson, hugað
lítillega að grösum uppi á Herðu-
breið. Nokkuð ofan við fjallsbrúnina,
sem er í 1300—1400 m hæð, fann hann
þrjár tegundir blómplantna, þúfu-
steinbrjót, melskriðnablóm og músar-
eyra, en gafst ekki tími til að athuga
nánar hvort fleiri tegundir yxu þarna.
Þetta eru mér mjög kærkomnar upp-
lýsingar.
Hins vegar eru brúnirnar þarna
ekki næsthæsti vaxtarstaður blóm-
platna hér á landi, eins og gefið er
í skyn, því auk vaxtarstaða í Kverk-
fjöllum eru vaxtarstaðir suðvestan í
Öræfajökli (hinir hæstu á landinu, í
1780 m hæð) og sunnan í Snæfelli um
og ofan við 1600 m hæð.
Eyþór Einarsson,
167