Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 59
Sérkenni veðursins 1976
Árierði var gott norðanlands og austan
en slænit nenia síðustu 4 mánuðina sunn-
anlands og vestan.
Ovenjn mikill snjór var á Suður- og
Vesturlandi allan veturinn 1975—1976 og
í febrúar og rnars var þar mjög storma-
samt. 1 Reykjavík náði veðurhæðin 8
vindstigum í 24 daga en meðaltalið fyrir
árin 1951-1970 er 11 dagar.
Einn dag í júlí kornst hitinn í 24.3° í
Reykjavfk og er það mesti hiti sem þar
hefur mælst. Hiti fer þar mjög sjaldan
yfir 20°, síðast gerðist Jjað árið 1960. Þetta
er eina skrautblómið í veðurannál sum-
arsins sunnan lands og vestan. Þar var
samfelld óþurrkatfð frá 20. júlí til ágúst-
loka. Mest mældist úrkoman f ágúst í
Skógum undir Eyjafjöllum 515 mm og á
Hjarðarfelli á Snæfellsnesi 428 mm.
I Reykjavík hefur aðeins einu sinni
rignt meira í ágústmánuði frá 1920, en
lengra ná samfelldar úrkomumælingar
ekki. Þetta gerðist á hiiiu góða sumri 1939.
1 höfuðborginni var þetta einnig kaldasti
ágúst lrá 1921, en á Akureyri hefur aftur
á móti ekki vcrið jafn hlýtt í ágúst frá
1939 að telja. Sé litið á hitann í júlí og
ágúst á Akureyri kemur í ljós að þetta
tveggja mánaða tímabil hefur aldrei ver-
ið jafnhlýtt frá upphafi mælinga 1882.
Meðalhitinn var 12.5° í júlí og 12.6° í
ágúst. Sólskinsstundir voru 333 Jressa svo
mánuði eða 30% umfram meðallag á Ak-
ureyri, en í Reykjavík voru aðeins 88 sól-
skinsstundir í ágúst sem er 55% af sól-
skinsstundafjölda í meðalári. 1 júní og
júlí var einnig sólarlítið í Reykjavík og
[jessa Jjrjá sumarmánuði voru sólskins-
stundir 30% færri en meðaltal segir til
um.
Sólskinsstundir urðu samtals 1260 á ár-
inu á Akureyri og er það rnesti fjöldi sem
mælst hefur Jjar á einu ári, en mælingar
eru til fyrir flest ár frá 1928 að telja.
Sunnan lands og vestan batnaði tíðin
með haustinu og í Reykjavík lauk árinu
með Jrví að desember varð þúrrari og sól-
ríkari en allir fyrirrennarar hans á skrám
Veðurstofunnar. Sólskinsstundir voru 30
og úrkoman 23 mm.
Adda tíára Sigfúsdóttir.
Nýjungar í lífefnavinnslu
Björgvin Guðmundsson, Hfefnafræðing-
ur, hóf rannsóknir á mögúleikum á
vinnslu heparfns úr íslensku hráefni i
október 1975. Var fenginn styrkur til
þessa verkefnis frá framleiðsluráði land-
búnaðarins og helur Jjví verið send
áfangaskýrsla nú nýlega um gang Jressara
rannsókna.
Heparín cr múkópólýsakkaríð (eining-
ar eru o-D-glúkúrónsýra og 2-amínó-2-
deoxý-a-D-glúkósa með l-»4 tengi) og eru
keðjurnar mislangar, móljnmginn á bil-
inu 6000 til 20000. Það hefur þann eigin-
leika að hindra eða a. m. k. seinka blóð-
storknun allverulega og hefur Jjví verið
notað sem lyf m. a. til að meðhöndla blóð-
tappa (myocardial infarction).
Það heparín sem cr á lyfjamarkaðnum
er einkum unnið úr lungum og görnum
nautgripa, en Jiað hefur einnig verið unn-
ið úr líffærum annarra dýra svo s'éin svína,
sauðfjár og hvala (langreyða).
Ymsar aðferðir hafa verið reyndar og
árangur verið nokkuð misjafn en Jx> já-
kvæður og í sumum tilfellum allgóður.
Sú aðferð sem gefið hefur besta raun er
á j>á luiul að hálffrosinn vefurinn er
hakkaður og tættur í mauk, tvöföldu rúm-
máli hans af vatni bætt í (klóroform sett
í til rotvarnar) og þetta látið sjálfsmeltast
við 35—40°C í 2—3 sólarhringa (brisi er
bætt í til að auðvelda sjálfsmeltinguna).
Þá er ammoníumsúlfati bætt í og bland-
an hituð við mismunandi hitastig nokk-
169