Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 61
niðurlögum þessara sjúkdóma. í upphafi
var prófessor Níelsi Dungal, forstöðu-
manni Rannsóknastofnunar Háskólans
við Barónsstíg, falið að beita sér fyrir
rannsókn á þessum faröldrum, en síðar
unnu þeir læknarnir Guðmundur Gísla-
son og Björn Sigurðsson ötullega að Jjví
að greina sjúkdómana og leita að sjúk-
dómavöldum. Var verkefni þetta svo um-
fangsmikið, að nauðsynlegt þótti að reisa
sérstaka rannsóknastöð til að sinna jressu
og svipuðum viðfangsefnum. Var í Jrví
skyni sett á stofn Tilraunastöð Háskólans
í meinafræði að Keldum, og var dr. Björn
Sigurðsson skipaður forstöðumaður stöðv-
arinnar. Dr. Páll A. Pálsson var í upphafi
ráðinn sem dýralæknir að Keldum og hef-
ur hann æ síðan verið þátttakandi eða
leiðandi í fjölda viðfangsefna á sviði bú-
fjársjúkdómarannsókna, sem þar hafa
farið fram. Með góðri samvinnu tókst
þessum aðilum að greina sjúkdómsvalda
hinna nýkomnu búfjársjúkdóma; svo sem
þurramæði og visnu sem reyndust veiru-
sjúkdómar og finna prófanir á garnaveiki
og bóluefni gegn lienni.
Rannsóknir á riðu í sauðfé og fyrr-
nefndum veirusjúkdómum urðu til Jtess
að fram kom kenning um sérstakan flokk
liæggengra smitsjúkdóma, sem aðgreina
má frá bráðum og langvinnum sjúkdóm-
um. Skýrði dr. Björn Sigurðsson frá þess-
ari kenningu í jjremur fyrirlestrum, sem
liann flutti í London 1954, og lilaut hún
viðurkenningu vísindamanna um allan
heirn.
Dr. Páll A. Pálsson var náinn samstarfs-
maður Björns, og er Páll meðhöfundur
að flestum greinum, sem ritaðar eru um
rannsóknirnar að Keldum, en við fráfall
Björns 1959 varð Páll leiðandi í búfjár-
rannsóknum stöðvarinnar. Hann liefur
unnið að ])ví að skipuleggja nýjar rann-
sóknir, til Jtess að sýna fram á skyldleika
visnu og þurramæði og hefur gert mjög
athyglisverða tilraun til að kanna hlið-
stæðu í riðu sauðfjár við heila- og mænu-
sigg meðal manna. Sérstaka þolinmæði
þurfti að viðhafa til Jress að sýna fram á,
að hinar seinvirku veirur væru sjúkdóms-
valdar. Nákvæmni og þrautseigja Páls,
kunnátta hans í meðferð dýra og sérstæð
Jtekking á dýrasjúkdómum hefur því ver-
ið veigamikill þáttur í því, að lausn hefur
fengist á fjölmörgum vandamálum á
Jjessu sviði.
Á síðari árum hafa rannsóknir á Iveld-
um meðal annars beinst að einangrun og
ræktun á veirum, rannsóknum á sýkingar-
tækni og könnun á áhrifum sýkilsins.
Nýir menn hafa komið til liðs við þær
rannsóknir, en dr. Páll A. Pálsson hefur
ætíð verið hinn trausti meiður jjeirrar
samvinnu, enda býr hann yfir víðtækri
Jrekkingu og reynslu af áralangri glímu
við Jtessi viðfangsefni.
Dr. Páll hefur auk þess haldið uppi
samstarfi við erlenda starfsbræður, sem
hafa leitað til Keldna og sumir unnið Jtar
um stundarsakir. Einn úr Jreim hópi er
dr. Carlton Gajdusek, sem í ár hlaut Nó-
belsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á
Kuru, sem er hæggengur veirusjúkdómur
meðal manna. Er margt hliðstætt í athug-
unum og ályktunum hans og þeirra
manna, sem unnið hafa að veirurannsókn-
unum að Keldum.
Slurla Friðriksson.
171