Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 63

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 63
hjá hinum íræga landfræðingi Carl Troll og fékk sem verkefni í doktorsritgerð könnun á reitajörð á Islandi og áhrif loftslags á hana. Do-Jong Kim dvaldi hér á landi sumurin 1962 og 1963. Doktors- ritgerð hans, Die dreidimensionale Ver- teilung der Strukturböden auf Island in ihrer klimatischen Abhangigkeit, i'jallar að langmestu leyti um melatigla og áhril' veðráttu og loftslags á myndun þeirra, einkum daglegan og árlegan gang hitans, sem hann sýndi fyrir margar veðurstöðvar með s. k. thermoisopleth-kortum, er sýna meðalhita hverrar klukkustundar dagsins, fyrir hvern mánuð ársins. Slík kort, sent Alexander von Humboldt teiknaði fyrst- ur manna, og áðurnefndur Carl Troll tók upp að nýju, sýna mjög glöggt muninn á meginlandsloftslagi og úthafsloftslagi. Ekkehard Schunke er lærisveinn pró- lessors H. Poser í Göttingen, fremsta sér- fræðings Þjóðverja í frerajarðvegsfræði. Schunke dvaldi hérlendis sumur og haust 1970—1972, ferðaðist um landið jjvert og endilangt, og liefur auk þess kannað sér- staklega á flugmyndum þrjú valin svæði: hásléttuna kringum Hofsjökul, sneið Jjvert yfir Vestfirði frá Drangajökli suður að Breiðafirði, og svæðið sunnan Eyja- fjalla- og Mýrdalsjökuls. Hann hefur safn- að miklu meira efni um frerajarðveg á íslandi almennt en nokkur annar hefur gert. I formála upplýsir hann, að hann hafi gralið á 555 stöðum, borað með hand- bor á 110 stöðum og framkvæmt mæling- ar á reitajiirð á 3000 stöðum. Hefur því verið hægt að framkvæma töllræðilega marktæka úrvinnslu af ýrnsu tagi á Jjess- um mælingum. Þessa tölfræðivinnu hefur Helntut Stingl framkvæmt ásamt R. Herr- mann, en Stingl vann að rannsóknum hér- lendis með Schunke 1970. Eina ritgerð er ástæða að nefna í sambandi við rit Schunkes, Jjóli ekki fjalli hún beinlínis um lrera jarðvegs fyrirbæri. Það er ritgerð próf. Martins Schwar/.bachs, Edaphisch bedingte Wiisten, sem birt var í Zeitschr. f. Geomorpbologie 1964, og fjallar um Jjað, hvern þátt það á í myndun eyði- marka á Islandi og víðar, hversu dræpur (permeable) berggrunnurinn er. Hefur Schunke kannað sambandið á milli reita- jarðarmyndunar af ýmsu tagi og dræpni jarðvegs og berggrunns. Hann liefur gert allmikið af kornastærðargreiningum á ýmiskonar jarðvegi. Hann helur og gert ýtarlegan samanburð á frerajarðvegsform- um í mismunandi loltslagi á Islandi og meðal annars notfært sér mælingar veður- athuganastöðvarinnar á Hveravöllum bæði í lofti og jarðvegi. Að Jjýskum sið rekur bann skilmerkilega Jjað, sem áður hefur verið skrilað um frerajarðvegsfyrir- bæri á íslandi og vitnar í mikinn fjölda erlendra rita. Eru um 640 titlar í rit- skránni. Ljósmyndir, sérprentaðar, eru rnargar prýðilegar. Það væri efni í heila ritgerð að rekja nánar elni Jjessa rits. Aðalviðfangsefni böfundar er, samkvæmt vandþýddum orð- um ltans í Jjeim enska útdrætti, sem er í bókinni: „the morphodynamic processes under humidperiglacial climatic condi- tions, i.e. under special consideration of the different character of the substratum". Ég fæ ekki betur séð, en að heildarlega geri liann Jjessu viðfangsefni ágæt skil og að bók hans megi teljast mikilsvert grund- vallarrit. Niðurstöður höfundar koma yfirleitt ekki á óvart. Hann er t. d. í liöfuðatriðum svipaðrar skoðunar um stór- tiglamyndun og fram hefur komið í áður- nefndum ritgerðum, en leggur að auki, að dæmi Schwarzbaclis, áherslu á þátt þurrkunar jarðvegsins vegna dræpni (eda- |jhic dryness). Hann undirstrikar drjúgan þátt frostsins í uppblæstri á Islandi og er ég honum þar hjartanlega sammála (sbr. unnnæli í Sögu íslands I, 1971, bls. 52). Hann leggur áherslu á þátt mismunandi loftslags inn til landsins og út við strend- ur á forrn frera jarðvegsmyndana, en sýnir einnig réttilega fram á, að Jjað er langt frá að útbreiðsla hinna mismunandi forma fylgi alveg mismuninum á lofts- lagi, þar eð margt annað hefur einnig áhrif Jjar á, svo sem kornastærð jarðvegs- ins, dræpni bergsins, gjóskuhig o. fl. Að mínu viti er bók Schunkes mikils- vert framlag lil landmótunarfræði íslands. Sigurður Þórarimsmi. 173

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.