Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 65
W. Schutzbach:
Island. Feuerinsel am Polarkreis. Zweite Auflage. Ferd. Dummlers
Verlag. Bonn 1976.
W. Schutzbach, Svisslendingur frá Ziir-
ich, kom liingað til lands 22 ára að aldri
sumarið 1956 og dvaldi hér í 2i/ó ár. Að
því er liann sjálfur segir, var það aðal-
lega rómantísk ást á landinu, sem dró
hann hingað. Hann ferðaðist víða um
landið, bæði byggðir og óbyggðir, en jarð-
fræði virðist hafa verið sérstakt áhuga-
efni hans. Átta árum eftir íslandsdvölina
kom svo út bók eftir hann, sem nú hefur
verið gefin út að nýju, áratug síðar, í end-
urbættri og stóraukinni útgáfu. Þess er að
geta, að höf. dvaldi aftur á íslandi nokkr-
ar vikur vorið 1971. í síðari útgáfunni er
bókin 269 bls. með 104 kortum og teikn-
uðum myndum, og að auki eru 76 Ijós-
myndir á myndapappír.
Bók Scliutzbachs er aðallega lanclafræði-
leg og hygg ég að hún megi teljast besta
bókin á erlendu máli um eðlisræna landa-
fræði Islands, sem nú er völ á. Sá hluti
hennar, sem telst til mannvistarlanda-
fræði, er að sönnu rýrari, en þó einnig
greinargóður. Höfundurinn virðist hafa
lesið obbann af því, sem birst hefur bæði
á íslensku og erlendum málum um jarð-
fræði og landafræði íslands á síðustu ára-
tugum og melt rnikið af þessu furðu vel.
1 listanum yfir lieimildarrit er á 9. liundr-
að titla, sem verður að teljast nokkuð
dæmigerð jtýsk ofrausn. Höfundi er lagið
að teikna kort og eru mörg kort í bókinni
ágæt. Það skortir á um nokkur jarðfræði-
kortanna, að Jress sé getið, eftir hvaða
kortum þau eru gerð. Ljósmyndir eru
flestar eftir höf. og yfirleitt fremur góðar,
en teikningar hans af landslagi og nátt-
úrufyrirbærum eru ekki að mínum smekk.
Bókin hefst á sögulegu yfirliti, allýtar-
legu (40 bls.) og síðan kemur kafli um
Reykjavik. En lunginn úr bókinni er unt
jarðfræði og lanclmótunarfræði Islands,
enda hefur mikið verið skrifað um það
efni á síðustu áratugum, og gerir Schutz-
bach Jjví samviskusamlega sk.il. Mestur
virðist áhugi hans á eldvirkni og jarðhita,
en liann gerir einnig loftslagi, jöklum,
vatnsföllum og rafvæðingu sómasamleg
skil og fjallar um landslag almennt og um
gróðurfar. Mannvistarlandafræðin í bók-
arlok er ýtarlegust varðandi fiskiveiðar
og landhelgismálið og verður Jtað að telj-
ast eðlilegt.
Ekki er ástæða til Jtess í stuttri umsögn,
að tíunda Jrær furðu fáu og yfirleitt smá-
vægilegu villur, sem hægt er að finna í
Jressari bók. Hún er í heild unnin af
mikilli vandvirkni og er t. d. leitun á
stafavillum í Jteim mikla fjölda íslenskra
nafna, sem þar eru að finna. Schutzbach
á sannarlega lirós skilið fyrir Jressa vönd-
uðu og efnismiklu bók.
SigurÖur Þórarinsson.
Björn Ursing:
Ryggradslösa djur. P. A. Norstedt 8c Söners förlag. Stockholm
1971.
Björn Ursing er einn Jressara furðulegu
manna, sem allt geta og öllu korna í verk.
Hann er kennari í Stokkhólmi, nú á ní-
ræðisaldri. Hann lét sér ekki nægja að
tina frarn sundurlausan fróðleik um dýr
og jurtir handa misjöfnum nemendum,
heldur setti sér Jtað mark að auðvelda
kennslu í náttúrufræði með liandhægum
greiningabókum. Hann byrjaði með því
að rita stuttar og hnitmiðaðar upplýsinga-
og greiningabækur fyrir plönturíki Sví-
Jjjóðar, „Svenska váxter", í tveimur bók-
k
175