Náttúrufræðingurinn - 1991, Síða 7
Kristinn J. Albertsson
Um iridíum, eldgos og loftsteina
INNGANGUR
Saga jarðar er skráð í jarðlög og má
lesa þá sögu með því að skoða jarð-
lögin, eiginleika þeirra og innihald.
Meðal þess, sem þar er að finna, eru
upplýsingar urn sögu og þróun lífríkis-
ins og umhverfi þess á jörðinni. Sú
saga hefur ekki alltaf verið átakalaus
og hvað eftir annað hefur það komið
fyrir, að heilar ættir lífvera hafa dáið
út og nýjar þróast og orðið ráðandi.
Sumar breytingarnar má segja, að hafi
verið mjög snöggar en í öðrum tilvik-
um hafa þær verið hægari. Suinar slík-
ar lífríkisbreytingar, sem koma fram í
útdauða fjölda tegunda, hefur verið
reynt að skýra með geimættuðum fyr-
irbærum, en steingervingafræðingar
og reyndar margir aðrir jarðfræðingar
hafa yfirleitt verið lítt hrifnir af slíkum
tilraunum og fremur kosið að leita or-
sakanna í umhverfisbreytingum, sem
átt hafa sér stað, t.d. í breyttri sjávar-
stöðu. Á 1. mynd sést glögglega, að
stærstu lífríkisbreytingarnar verða
samtímis róttækum breytingum á sjáv-
arstöðu.
Mörk krítar og tertíers, mót miðlífs-
aldar og nýlífsaldar, eru sannarlega
aldaskil. Fjölmargar dýrategundir dóu
þá út og aðrar urðu til. Sumir telja, að
um 70% af þeim lífverum, sem lifðu á
krítartímabilinu hafi dáið út (Surlyk
1980). Þar sem það yrði allt of langt
mál að telja allar þær tegundir lífvera,
sem dóu út í lok miðlífsaldar, verður
látið nægja að geta um helstu breyt-
ingar. Skriðdýrin komu fram í lok
fornlífsaldar og þróuðust sumir ætt-
bálkar þeirra mjög ört á miðlífsöld.
Fiskeðlur lifðu í sjó, flugeðlur í lofti
og risaeðlur á landi. Allar hurfu þær
af sjónarsviðinu í lok miðlífsaldar.
Tveir ættbálkar smokkfiska, ammon-
ítar og belemnítar, sem höfðu verið
einkennisdýr í heimshöfum iniðlífsald-
ar, urðu aldauða, svo og ýmsar kóral-
tegundir og samlokur, ýmsar örverur,
einfrumungar og götungar. Einnig
hrakaði armfætlingum mjög oj* fækk-
aði á þessum tímamótum. Á hinn
bóginn fjölgaði fiskum mjög um þetta
leyti sem og kuðungum og skeljum.
Spendýr, sem komu fyrst fram á mið-
lífsöld, urðu ekki áberandi fyrr en á
tertíer en þróuðust þá mjög hratt.
Skordýr voru komin fram á miðlífsöld
en þróuðust mjög ört í byrjun tertíers.
Af gróðri er það helst að segja, að
dulfrævingar komu fram á miðkrít og
urðu strax ríkjandi í gróðurríkinu. Far
bar mest á lauftrjám. Grös og blóm-
plöntur þróuðust ákaflega ört í byrjun
tertíers og má segja að sú þróun hafi
skipt sköpum fyrir þróun grasbíta
annars vegar og skordýra hins vegar
(sbr. Þorleif Einarsson 1985).
Enda þótt yfirleitt sé talað um að
þessi umskipti í lífríkinu hafi verið
mjög snögg, gerðust þau ekki á auga-
bragði. Sneggst eru umskiptin talin
hafa verið meðal kalkþörunga og ann-
Náttúrufræðingurinn 61 (1), bls. 1-15, 1991.
1