Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 9
loftsteinn um það bil 10 km í þvermál hafi rekist á jörðina og sprungið og orkan sem leystist úr læðingi við áreksturinn hafi jafnast á við 100 milljón megatonn af TNT. Feikna- mikið rykský þeyttist upp í heiðhvolf- ið, sveif þar og náði að umlykja alla jörð og þar með að skyggja á sólar- ljósið í nokkur ár. Þannig á stórlega að hafa dregið úr ljóstillífun og þar með hafa heilu fæðukeðjurnar brost- ið. Hafa fjölmargir jarð- og jarðeðlis- fræðingar, stjörnufræðingar og stærð- fræðingar fylkt sér í lið með þeim feðgum enda er hugmyndin um margt góð. Ýmis afbrigði hafa komið fram við tilgátu Alvarezfeðganna og sam- starfsmanna þeirra og hefur þar stundum verið skipt á stóra loftstein- inum fyrir halastjörnu frá fjarlægri stjörnuþoku, sem á að hafa komið inn í sólkerfið á þessum tíma, og kjarni hennar að hafa stungist í sjó og valdið víðfeðmum eitrunaráhrifum (t.d. Hsú 1980). Enn aðrar hugmyndir gera ráð fyrir skæðadrífu minni loftsteina eða halastjarna sem buldu þá á jörðinni á ákveðnu stuttu tímabili (Kyte & Was- son 1986, Hut o.fl. 1987). Margar þessara hugmynda gera einnig ráð fyr- ir, að útdauði vissra tegunda hér á jörð stafi af ýmiss konar geimættuðum fyrirbærum eins og t.d. geislun frá sprengistjörnu. Ýmist hefur þá verið talað um bein áhrif eða óbein. Bein áhrif stafa af geisluninni sjálfri. Slík geinrgeislun getur leitt til ófrjósemi og þar með útdauða. Óbeinu áhrifin geta komið fram í eyðingu ósonlagsins sem í raun verndar lífríki jarðar fyrir skað- legri geimgeislun (sbr. Albritton 1989). Aðrir jarðfræðingar (t.d Officer o.fl. 1987) hafa aftur á móti orðið til að benda á, að það sé ekki víst, að þessi skýringartilraun sé jafn nærri raunveruleikanum og hún er snjöll í einfaldleika sínum og steingervinga- fræðingar hafa flestir verið tregir til að ljá máls á geimættuðum fyrirbærum sem mikilvægustu skýringunum á þró- un eða útdauða lífvera. IRIDÍUMLÖGIN Rétt við lítinn bæ, Gubbio, í App- enínafjöllum í Perugiahéraði á Mið-ít- alíu, norðan Rómar, má finna athygl- isverð jarðlög gerð af leir- og eðju- steini. Þessi litli bær á sér langa sögu og var vel þekktur þegar á 16. öld fyrir leirmunagerð en sá iðnaður naut góðs af nálægð leirlaganna. í þessum lögum er að finna mörk jarðsögutímabilanna krítar og tertíers, 65 milljón ára gömul og eru mörkin ákaflega glögg. Þannig er sjálft lagið sem mörkin eru í aðeins um 1 cm þykkt og vel afmarkað. A áttunda áratugnum ákvað hópur vís- indamanna frá Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum að freista þess að ákvarða hversu lengi þetta 1 cm þykka eðjusteinslag hefði verið að setjast til (Alvarez o.fl. 1980). Aðferðin, sem þeir hugðust nota, fólst í því að mæla magn iridíums (Ir) í setinu og bera það saman við magn iridíums sem þeir áætluðu að félli árlega til jarðar með geimryki. Astæðan fyrir vali iridíums var sú að iridíum er um 10.000 sinnum algengara í loftsteinum en jarðskorp- unni og að nýjustu aðferðir og tæki til efnagreininga gera kleift að mæla mjög lítið magn hinna ýmsu frumefna, þ.á.m. iridíums. Frumefnin iridíum og osmíum eru bæði málmar og teljast til eðalmálma vegna þess hve erfiðlega þau hvarfast við önnur efni. Þar sem þessi efni finnast, koma þau því venjulegast fyrir sem hreinn málmur. Það kom hins vegar í ljós við efna- greiningar að magn iridíums í leirnum var miklum mun meira en svo að geimryk eitt geti skýrt tilvist þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.