Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 14
tíma í byrjun tertíertímabilsins. Þetta
frávik er talið geta spannað tímabil
allt frá um 7000 árum og upp í um
150.000 ár (Officer & Drake 1983 og
1985). Þegar setlagafræðilegar upplýs-
ingar frá ýmsum stöðum jarðar (ít-
alíu, Spáni, Texas, Kyrrahafi) voru
endurskoðaðar kom í ljós, að enda
þótt tekið væri tillit til upphræringar
setlaga af völdum lífvera, kemur irid-
íumfrávikið fram á þykktarbili sem er
allt frá fáeinum cm og upp í nokkra
tugi cm (sbr. Officer & Drake 1985).
Rannsóknir á DSDP (Deep Sea Drill-
ing Project) borkjörnum frá úthafs-
botni hafa leitt í ljós, að á borstað
524, sem er í austurhluta Suður-Atl-
antshafs kemur iridíumfrávikið fram
um 40 cm neðan við sjálf mörk krítar
og tertíers, í borkjarna frá borstað
465, sem er í Norðvestur-Kyrrahafi
kemur frávikið fram um 30 cm fyrir
ofan mörkin. Sé miðað við setmynd-
unarhraða í úthöfunum er iridíumfrá-
vikið um 80.000 árum eldra en mörkin
í Suður-Atlantshafi, en um 100.000 ár-
um yngra í Norðvestur-Kyrrahafi. Það
hefur einnig verið bent á frávik í þeim
lögum sem geyma mörkin milli krítar
og tertíers í Alabama í Bandaríkjun-
um. Iridíumfrávikið finnst þar um 2 m
ofan við mörkin sjálf (sbr. Albritton
1989). Nýjustu rannsóknir sýna svo að
t.d. í Ölpunum er iridíumfrávikið ekki
einfalt heldur þrefalt og er eitt frávik-
ið nákvæmlega á mörkum krítar og
tertíers en hin rétt ofan við og rétt
neðan við þau (Graup & Spettel
1989).
Hér verður að taka fram, að stein-
gervingafræðin segir okkur að undan-
fari þessa snöggdauða var stighnignun
fjölmargra tegunda sem staðið hafði
yfir í nokkrar milljónir ára. Sé loft-
steinstilgátan sönn, hefur loftsteinn-
inn ekki ráðið úrslitum heldur hefur
hann miklu fremur greitt náðarhöggið
(„coup de gruce“) ýmsum þeim lífver-
um, sem hvort eð er voru hætt komn-
ar.
Enn er ótalið atriði, sem erfitt hefur
verið að skýra í ljósi loftsteinstilgát-
unnar. Hér er átt við steindasamsetn-
ingu leirlaganna á mörkum krítar og
tertíers. Samkvæmt Alvarezfeðgunum
og samstarfsmönnum þeirra eiga þessi
leirlög að vera gerð af rykinu sem
þyrlaðist upp við áreksturinn og féll
síðan til jarðar. Því má ætla að sam-
setning þess hljóti að vera einhvers
konar blanda af geimættuðum berg-
tegundum og bergi jarðskorpunnar. í
fiskileirnum í Danmörku er hins vegar
aðeins um eina leirsteind að ræða þ.e.
smektít. Þessi leirsteind er einnig
ákaflega áberandi í yngsta krítarkalk-
inu í Norðvestur-Evrópu. Hún er
sennilegast að miklu leyti tilkomin
vegna veðrunar og ummyndunar á
gosösku en að sumu leyti úr alkalísk-
um jarðvegi eins og svo mikið af því
smektíti sem sest til á úthafsbotni í
dag. Sú túlkun Alvarezfeðganna og
samstarfsmanna þeirra, að smektítið í
fiskileirnum sé tilkomið vegna um-
myndunar á gleri því sem myndaðist
við að berg bráðnaði við árekstur loft-
steinsins, er talin harla ósennileg
(Officer o.fl. 1987).
Alvarezfeðgarnir og samstarfsmenn
þeirra urðu til þess í upphafi að nefna
þann möguleika að iridíumfrávikið
væri tilkomið vegna jarðneskrar eld-
virkni. Eitt ógurlegasta sprengigos,
sem orðið hefur hér á jörð, átti sér
stað á eynni Krakatá í Indónesíu árið
1883. Áætlað er að þá hafi um 18 km3
af gosösku og ryki þeyst upp í loftið
og þar af hafi 4 km3 af ryki náð alla
leið upp í heiðhvolfið. Þar hringsólaði
rykskýið í rúm tvö ár, dró úr sólarljósi
og olli kvöldroða á himni sem eftir var
tekið um víða veröld. Þeir áætluðu að
áhrifin í andrúmslofti, sem loftsteinn-
8