Náttúrufræðingurinn - 1991, Síða 15
inn hefði valdið, hefðu verið um það
bil eitt þúsund sinnum meiri en þau
sem sprengigosið í Krakatá, árið 1883,
olli en þar sem ekki er vitað um neitt
slíkt ógnargos í gervallri jarðsögunni
höfnuðu þeir þeim möguleika að irid-
íumfrávikið væri afleiðing slíks. Aðrir
jarðfræðingar urðu þá til að benda á
upplýsingar um stærsta eldgos í jarð-
sögunni þ.e. eldgosið í Toba á Súm-
ötru fyrir um 70.000 árum og að það
hafði í för með sér 400-föld áhrif í
andrúmslofti miðað við Krakatágosið
(Kent 1981). Nú má náttúrlega benda
á að 400 er ekki sama og 1000 en ef til
vill er það nógu nærri til þess, að ekki
þarf endilega að hafna möguleikanum
á hrikalegu eldgosi enda þótt engin
merki slíks hafi enn fundist. Ekki er
heldur, að því er séð verður, nauðsyn-
legt að iridíumfrávikið hafi allt orðið
til í einu eldgosi. Það gæti hafa komið
upp og sest til á einhverju sérlega eld-
virku tímabili og þá í mörgum eldgos-
um. Enda hafa margir orðið til þess
að benda á að eldvirkni í jarðsögunni
virðist fremur bundin einhverjum
ákveðnum virkniskeiðum en að hún
sé alveg jafndreifð (sbr. Axelrod 1981
í Albritton 1989). Hér má svo bæta
við að á þeim tíma, sem Alvarezfeðg-
arnir og félagar skrifuðu grein sína,
var ekki mikið vitað um hvernig hægt
var að flytja iridíum í nægu magni til
yfirborðs jarðar. Eftir Kíláeagosið á
Hawaiieyjum árið 1983 varð mönnum
ljóst (Zoller o.fl. 1983), að umtalsvert
magn iridíums kemst upp í andrúms-
loft í eldgosum, og má a.m.k. hugsa
sér, að slíkt geti gerst þegar eldfjall
situr ofan á heitum reit, sem hefur
rætur djúpt niðri í möttli. Efnagrein-
ingar á fínasta efninu (ryki) sem upp
kom í eldgosinu í Kíláea sýna óvenju-
lega mikið magn af iridíum þ.e. allt að
17.000-falt magn þess sem finnst í bas-
alti á Hawaiieyjum.
Zoller og samstarfsmenn hans hafa
bent á að áætlað væri, að magn irid-
íums í setlögunum á mörkum krítar og
tertíers væri um 200.000 tonn og þar
sem aðeins hefðu komið upp 9-90 kg
af iridíum í Kíláeagosinu 1983 væri
ljóst, að mun stærra eldgos hefði þurft
til að framleiða nauðsynlegt iridíum.
Nærtækast finnst þeim að benda á
Deccanbasaltsvæðið á Vestur-Ind-
landi.
Samsætuhlutföll osmíums (l87Os/
186Os) í fiskileirnum í Danmörku þykja
fremur benda til uppruna frá loftsteini
en þó er ekki talið mögulegt að úti-
loka að osmíumfrávikið sé komið úr
möttli jarðar. Breytingar annarra
samsætuhlutfalla t.d. neódymíums
(143Nd/144Nd) og strontíums (87Sr/8í’Sr),
sem ákvörðuð voru í leir frá nokkrum
stöðum þ.á.m. úr úthafsseti, eru mjög
svipaðar breytingum á iridíummagni í
sömu lögum og er sú ályktun dregin
þar af, að mestallur leirinn sé af
jarðneskum uppruna og að frávik í
magni þessara efna megi skýra jafnt
með geimættuðum uppruna sem upp-
runa úr möttli jarðar. Þess ber að geta
að flestar þessar ályktanir voru dregn-
ar fyrir Kíláeagosið 1983. Hins vegar
má telja að ákveðin tvöfeldni virðist
hafa ríkt varðandi túlkun á iridíumfrá-
vikinu og svo á arseniki og antimoni.
Loftsteinsmenn töldu að þar sem irid-
íumfrávikið væri á marktækan hátt
meira en meðaltalstölur fyrir jarð-
skorpuna sýna, en væri sambærilegt
við það sem fyndist í loftsteinum hlyti
þetta umframiridíum að vera þaðan
komið. Magn arseniks og antimons
við mörk krítar og tertíers er aftur á
móti mun meira en hvort tveggja,
meðaltalsmagn fyrir jarðskorpuna og
magn í loftsteinum og þar af leiðandi
er loftsteinn varla fýsilegur möguleiki
til útskýringa lengur (Officer & Drake
1985). Þriðji upprunamöguleikinn,
9