Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 16
möttull jarðar, hlýtur því að koma til. Hlutföllin arsenik/iridíum (As/Ir) og antimon/iridíum (Sb/Ir) í lögunum frá mörkum krítar og tertíers eru t.d. þremur stærðargráðum hærri en í loft- steinum en mjög sambærileg við hlut- föll sömu efna sem greind voru í ryk- inu frá Kíláeaeldfjallinu á Hawaii 1983. Nýrri upplýsingar um tilvist irid- íums í öskulögum sem fundist hafa á Suðurskautslandinu (Koeberl 1989) og í Indlandshafi (Toutain & Meyer 1989) þykja benda eindregið til þess að það eigi uppruna sinn í eldgosum. Nú liggur nokkuð beint við að spyrja hvaðan iridíumfrávikið sé kom- ið ef ekki er til að dreifa loftsteinum. Auk þeirra svæða, sem þegar hefur verið minnst á að loftsteinn geti hafa lent á og myndað gíg sem aftur fylltist af hraunlögum, var Deccan basalt- svæðið á Indlandi tilnefnt sem mögu- legur staður gígsins forna. Þó hefur Deccansvæðið fremur verið nefnt í tengslum við jarðneskan uppruna irid- íums (Zoller o.fl. 1983, Rampino 1987). Basaltið þekur um 500.000 km2 og er rúmmál staflans talið vera 500.000 - 1.000.000 km\ Til skamms tíma var staflinn talinn hafa hlaðist upp á löngum tíma þ.e. elstu hlutar hans væru um 100 milljón ára gamlir en þeir yngstu um 30 milljón ára. Svo virðist hins vegar, að mesta virknin hafi verið á tímabilinu frá 65 til 60 milljón ára og að mestur hluti staflans hafi jafnvel hlaðist upp á 430.000 - 880.000 árum (Kaneoka 1980, Zoller o.fl. 1983, Baksi 1987). Sjávarset sem finnst undir þessum hluta staflans er frá síðkrít og millilög í staflanum geyma plöntu- og dýrasteingervinga, sem taldir eru vera frá paleósentíma þ.e. fyrir 65-55 milljónum ára. A það hefur verið bent að yfirleitt hafi gosin verið róleg ilæðigos og því lítið um sprengivirkni, sem þeytt hefði getað iridíumríkum ögnum upp í heiðhvolf- ið og myrkvað jörðu í nokkur ár. Hér má aftur segja að enda þótt gosin hafi yfirleitt verið róleg, má reikna með stöku sprengingum og það hefur verið reiknað út að ekki þyrftu nema um 1,3 - 2,6% staflans að hafa komið upp í sprengigosum til að allt það iridíum- magn, sem loftsteinstilgátan gerir ráð fyrir, hefði dreifst um víða veröld. Nú hafa enn nýrri rannsóknir staðfest fyrri hugmyndir um lengd virkasta gostímabilsins og gefa til kynna að staflinn hafi allur myndast á aðeins 1 milljón ára fyrir 65 milljón árum (Jaeger o.fl. 1989, Gallet o.fl. 1989). A það hefur einnig verið bent að þessi gosvirkni kemur upp í gegnum megin- landsplötu og ólíkt öðrum stórum bas- altsvæðum svo sem Karoosvæðinu í Suður-Afríku og Kólumbíubasalt- svæðinu í Bandaríkjunum er svo til ekkert súrt eða ísúrt berg að finna á Deccansvæðinu. Sú skýring hefur ver- ið gefin á því, að slíkt berg sem hefði átt að myndast við uppbræðslu á meg- inlandsskorpunni hafi allt þeyst upp í sprengigosum og dreifst um allan heirn (Javoy & Courtillot 1989, Jaeger o.fl. 1989, Gallet o.fl. 1989). Til þess hefur verið tekið að basalt- stafli í Síberíu, sem að umfangi er svipaður Deccanbasaltinu, er frá perm- og tríastímabilum, en á þeim tíma varð mesta bylting jurtaríkisins (fjölmargar tegundir dóu út og aðrar komu í staðinn), ef frá er talin sú við mörk krítar og tertíers. Það má því telja eðlilegt að kannað verði magn iridíums og annarra sporefna í jarð- lögum frá þessum tíma áður en fleiri ályktanir eru dregnar. SAMANTEKT Alvarezfeðgarnir og samstarfsmenn þeirra urðu til þess að örva mjög rannsóknir á jarðlögum frá síðkrít og 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.