Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 22
UM INNSKOT Það er alkunna að Island er byggt upp við eldvirkni. I hugum flestra þýðir þetta að eldgos hafi lagt til efnið í landið og vissulega er mikið til í því. Það er þó ekki allur sannleikurinn, því eldvirknin er margþætt fyrirbæri og aðeins lítill hluti þessa ferlis á sér stað á yfirborðinu. Mun meira gerist í dýpri jarðlögum og það fáum við sumt aldrei að sjá, þrátt fyrir umfangsmikið rof og umbyltingar jarðlaga. Sum hin dýpri fyrirbæri eldvirkninnar getum við þó litið augum eftir að roföflin hafa flett ofan af þeim. Einstöku sýnishorn af bergi djúplaganna berst til yfirborðs með bergkviku sem þaðan kemur. Slík bergbrot kallast hnyðlingar eða framandsteinar. Innskot geta verið býsna mikill hluti af jarð- lagastaflanum á sumum svæðum, eins og t.d. hér á landi, þar sem meirihluti jarðskorpunnar verður til við innskotavirkni. Eftir því sem ofar dregur í staflan- um vex þó hlutur hraunanna. Innskot má flokka á marga vegu til þess að draga fram sérkenni þeirra. Þeim er t.d. skipt í tvennt á grundvelli stærðarhlutfalla. Sum innskot eru tiltölulega þunn en önnur eru meira eða minna jafnstór í allar stefnur. Þessa tvo megin- hópa mætti kalla þynnur og flykki á íslensku. Innskotum er einnig skipt í tvennt á grundvelli þess hvort þau ligga samsíða öðrum lögum í jarðlagastaflanum, samlæg innskot, eða hvort þau skera önnur lög staflans, mislæg innskot. Mis- munandi hlutverk þeirra í jarðskorpunni á meðan þau voru óstorknaðir kvik- umassar, hefur einnig orðið tilefni til tvískiptingar. Sú skipting greinir þau í að- færsluæðar kviku og kvikuhólf. Eins og nöfnin segja, þá er kvikan á ferð frá einum stað til annars í fyrra tilvikinu, en í því síðara safnast kvika fyrir til lengri eða skemmri tíma. Á meðfylgjandi mynd sést niður í Hvannadal, lokaðan afdal í fjöllum Suður- sveitar. Þar er stórt innskot, berghleifur sem líklega er gamalt kvikuhólf og geymir margvíslegar bergtegundir. Ljósm. Páll Imsland. Páll lmsland Náttúrufræöingurinn 61 (1), bls. 16, 1991. 16

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.