Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 25
Steingervingar og berg, sem er að
mestu leyti kvartsít, sandsteinn og
leirsteinn frá fornlífs- og miðlífsöld,
gefa til kynna að Falklandseyjar séu
líklega að uppruna til meginlandshluti
sem brotnaði af Afríku suðaustan
megin, fyrir löngu og hefur rekið á
núverandi stað þeirra eftir tiltölulega
flóknum rekleiðum. Eyjaklassinn
skiptist í tvær stórar og 778 litlar eyj-
ar, sem liggja milli 51° S og 53° S og ná
yfir 12.200 knr svæði. Hæsti tindurinn
er 705 m yfir sjávarborði. Suður-Am-
eríka er 645 km í vestri.
I janúar er hásumar á eyjunum og
mjög svipað sumri á Islandi. Dagleg
hitasveifla getur verið mikil, enda var
beinlínis heitt (16° C) í tvo daga í höf-
uðborginni, Stanley, en hitinn fór nið-
ur í 5° C að nóttu til þegar við komum
suður til Sea Lion-eyju (Sæljónaeyju).
Fað var oftast vindur eða gola, rigning
á köflum, en við vorum svo heppin að
það var sólskin mestan hluta tímans.
Meðalúrkoman á ári er 610 mm í
Stanley. Hins vegar er árlega hita-
sveiflan lítil. Ólíkt því sem er á íslandi
er oft logn á veturna en hvassviðri og
stormar aðeins af og til. Meðalhita-
stigið er 9° C í janúar og 2° C í júlí.
Sýnir það hafræn áhrif á loftslagið.
Meðalvindhraðinn er 15 hnútar (gola)
en það er hvassviðri að meðaltali fjóra
daga í mánuði. Með hvassviðrinu
koma oft flækingsfuglar, kringum 100
luglategundir eru þekktar í þeim hópi.
Falklandshafstraumurinn, sem
kemur úr Hornhöfðastraumnum, um-
lykur eyjarnar og þar sem þessi
straumur og Brasilíustraumurinn mæt-
ast eru gjöful fiskimið. Þar er mikið af
ljósátu, rækju og smokkfiski. Það er
kvótakerfi á fiskveiðum, sem gildir
innan við 75 mílur frá landi en utan
þess svæðis eru 600 til 700 fiskitogarar
að veiðum, aðallega frá öðrum lönd-
um. Smokkfiskurinn selst í Japan,
Miðjarðarhafslöndum, Bretlandi og
Skandinavíu.
FUGLALÍF Á
FALKLANDSEYJUM
Sextíu og ein fuglategund verpir á
Falklandseyjum, þar af eru 14 and-
fuglar, 6 fýlingar og 5 mörgæsir. Víða
er viðeigandi kjörlendi fyrir sjávar- og
vatnafugla, þarna eru margar grunnar
tjarnir auk kletta og sanda við strönd-
ina. Til dæmis byggir svaltrosi (Diom-
edea melanophris) sér hreiður á klett-
um við ströndina. Hreiðrið er aðal-
lega úr leir og driti og eftir nokkurra
ára notkun líkist það turni og situr
unginn á toppnum. Þarna finnast eim-
endur (Tachyeres) en ein af þeim (T.
brachydactyla) er fræg fyrir að vera
ófleyg.
Pettingill rannsakaði áhrif loftslags
á fuglana á Falklandseyjum (sjá
Woods 1989, bls. 16-17). Vegna þess
að árshitasveiflan er svo lítil byrja
landfuglarnir að verpa snemma á vor-
in. En vegna þess að eyjarnar eru
skóglausar eru þar aðeins níu innlend-
ir spörfuglar. Menn hafa flutt inn
hvinvið (Ulex europaeus) og aðrar
plöntur, sem dafna vel niðri í dölun-
um þar sem húsin eru. Vegna þess er
meiri möguleiki á að finna fljúgandi
skordýr og einnig spörfugla eins og
Falklandsþröst (Turdus falcklandii)
en ella væri. Gjarnan verpa þessir
l'uglar færri eggjum í hvert sinn en
sama tegund gerir í Suður-Ameríku
en líkamsstærðin er oft meiri. Vegna
þess að veturinn er ekki eins storma-
samur og kaldur og breiddargráðan
gefur til kynna halda þessir fuglar
kyrru fyrir allt árið.
Mór er útbreiddur og gerði hann
landnemunum á 18. öld kleift að
byggja landið. Helsta eldsneytið til að
hita upp húsin og að elda mat er enn-
þá mór. Krækilyngstegundin Empetr-
19