Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 27

Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 27
um rubrum (diddle-dee) einkennir þau svæði þar sem jarðvegurinn er þurrari og þar finnast grátitlingsteg- undin Anthus correndera og engja- krakinn Sturnella loyca. Mikilvægasta plantan fyrir fuglana er þúfugras (tussac grass, Poa flabell- ata). Á Kidney-eyju rétt fyrir utan Stanley hefur aldrei verið sauðfé og vegna þess er hún ennþá þakin þúfu- grasi. Á þessari eyju byggði Pettingill kofa og rannsakaði fuglana. Grasið er svo hátt að það er auðvelt að týnast þegar maður gengur á milli þúfnanna. Magellansmörgæsir (Spheniscus mag- ellanicus), rindlar (Trogladytidae) og aðrir fuglar eiga hreiður á meðal rót- anna eða í grasinu. Skósmiðurinn á Kidney-eyju (Procellaria aequinoctal- is) grefur göng, sem eru 2 m löng og verpir í holum. Ungarnir í holunum gefa frá sér hljóð eins og skósiniður- inn við vinnu sína í gamla daga og þess vegna er fuglinn kallaður þessu nafni. Með tilkomu sauðfjár og nautpen- ings breyttist gróðurinn þannig að graslendi jókst og þar eru magellans- gæsir (Chloephaga picta) í stórum stíl. Reyndar er oftast ekki hægt að ganga um án þess að stíga í kinda- og gæsa- skít. Samkvæmt viðamiklum rann- sóknum Landbúnaðarrannsóknastofn- unarinnar í Stanley eru magellansgæs- ir ekki í beinni samkeppni við sauðfé, því að gæsirnar éta aðeins um 2% af grasinu en búpeningur 20% (Woods 1989, bls. 26). Eggin eru tínd og gæsa- kjötið er gott til átu. Á Pebble-eyju drepa bændur ennþá magellansgæsir til að reyna að vernda graslendið fyrir kindurnar. Almennt eru þessar gæsir og aðrir fuglar hins vegar vernduð og þar eru nú mörg verndarsvæði, þar á meðal Beauchene-eyja, sem er syðst eyjanna. Skemmtilegast er að heimsækja mörgæsabyggðirnar enda eru engar mörgæsir fyrir norðan miðbaug. Það er algengt að finna magellansmörgæs- ir fjærri ströndinni. Þær gefa frá sér rymjandi hljóð, sem er svo lík asna- rymji að þær kallast ,,asnamörgæsir“. Til að vernda ungana frá skúmum sem eru alltaf við mörgæsabyggðirnar grafa þær göng sem eru 2 m löng. Þess vegna heppnast varp þeirra betur en hinna mörgæsanna. Hinar mörgæsa- tegundirnar verpa í þéttsettnari byggðum og oft með öðrum fuglateg- undum til að vernda ungana, til dæmis klettamörgæsir (Eudyptes crestatus) með magellansskörfum (Phalacrocor- ax magellanicus). Eitt par klettamörgæsa makaði sig á meðan við horfðum á. Á eftir sneri hún sér að okkur og ljómaði af ánægju en hann beygði höfuðið, lét vængina lafa og var greinilega alveg búinn. NIÐURLAG Margt er líkt með Falklandseyjum og íslandi. Krían okkar (Sterna para- disaea) er þar fyrir sunnan á meðan hér er vetur, en þarna lifir einnig suð- ur-amerísk þerna (S. hirundinacea), sem er mjög svipuð kríunni. Á sandin- um verpir þangmáfur (Larus dornin- icanus) og rétt hjá honum verpir gjarnan „dolphin gull“ (L. scoresbii), sem er dökkur með rautt nef og rauða fætur. Skúmurinn (Catharacta ant- arctica, samkvæmt Woods 1989) er rnjög líkur íslenska skúmnum (Cathar- acta skua). Eyjarnar eru margar, veturinn er mildari en á íslandi en sumarið mjög svipað. Lítið er urn skordýr og veldur það því að þar eru fáir spörfuglar. Þar er hins vegar önnur þrastartegund og aðrir rindlar. Brandugla (Asio flam- meus) er til og einnig landsvala (Hir- undo rustica). Að lokum langar mig að benda á, 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.