Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 31
Jón Jónsson Vatnsfarvegir í Eldhrauni INNGANGUR Hraunið, sem rann í Skaftáreldum 1783 og þekur svæðið vestan við Landbrot, gengur undir nafninu Eld- hraun. í sveitum þar, eldsveitunum, lifðu til skamms tíma sagnir frá þess- um árum. Ef talað var um Eldinn, þá var enginn í efa um við hvað var átt. Oft var til tekið að þetta eða hitt hefði átt sér stað í Eldinum, „þessi bjó þarna í eldinum“ o.s.frv. og fjöldi sagna frá þeim árum hörmunga lifðu enn meðal fólks, a.m.k. nokkuð fram á þessa öld. VATNABREYTINGAR í ELDHRAUNI Á fyrstu árum eftir Eld var Skaftá niðri í byggð tært bergvatn. Svo var hún 1793 þegar Sveinn Pálsson fór þar um (sbr. Ferðabók bls. 266 og 588). Sveinn segir: „Að vísu gengur orð- rómur um, að hún (Skaftá) verði stundum jökullituð hjá Skaftárdal, en aldrei verður þess vart hjá Ásum.“ Þar með er staðfest að 10 árum eftir Eld voru hraunin svo öflug sía að áin var tær niðri í byggð og hafði þá ekki runnið nema 15-20 km frá eldstöðvun- um og á þeirri leið að mestu tiltölu- lega þröngt. Hvað lengi þetta hefur haldist er ekki vitað. Sífellt hefur áin þó verið að bera sand og leir í hraunið og mikið efni hefur Katla lagt henni til, síðast 1918. Nú er svo komið að nánast allt svæðið ofan við línu, sem hugsast dregin frá Skál að Ásum má heita sandi kafið, nema hvað hraun- hólar og hryggir standa uppúr. Fok- sandur með melkollum er nú ráðandi á þessu svæði og raunar gott betur, því hann er nú kominn langleiðina suður að þjóðvegi. Stórt svæði suður og vestur af Skálarstapa er nú mel- pláss og gengur undir nafninu Blaðka. Þegar Skaftá hafði fyllt hraunið sandi og leir svo langt, var þar kom- inn dæmigerður jökulsandur ofan á hrauninu og kvíslar úr Skaftá flæmd- ust þar um til og frá. Fyrir réttum 10 árum var svo komið að vatn og sand- burður hótaði að spilla nýlega endur- bættum þjóðvegi og ljóst var að þar gæti þurft aðgerða til að stjórna vatns- rennsli um hraunið. Annað, sem kall- aði á slíkar aðgerðir var að vatn hafði stórum minnkað í lækjum í Landbroti, en það hafði þær afleiðingar að raf- stöð við Tungulæk, sem nægja átti 6-7 bæjum, var að mestu óvirk um þann tíma sem raforkunnar var mest þörf. Jafnframt hafði þetta slæm áhrif á sil- ungsgöngur, sem voru miklar, um- fram allt í Grenlæk. Það kom í hlut Vegagerðar ríkisins að fylgjast með því, sem er að gerast í Eldhrauni. Þar er nú hið sama að ske í þriðja sinn á nútíma þ.e.a.s. eftir að síðasta jökulskeiði lauk. Til þess að verja þjóðveginn þurfti að hafa stjórn á Árkvíslum m.a. með því að greiða vatninu leið um hraunið Náttúrufræðingurinn 61 (1), bls. 25-27, 1991. 25

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.