Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 37

Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 37
bundnar við lítil svæði og tegundafjöl- breytni er mun meiri á suðlægum slóðum. Lóur og snípur verða algeng- ari eftir því sem nær dregur miðbaugi, en varpheimkynni títna eru hins vegar bundin við nyrstu lönd heims. Flestir vaðfuglar eru fremur litlir eða miðlungsstórir fuglar (20-250 g), gera sér hreiður á jörðu niðri og dvelj- ast í einhvers konar votlendi, a.m.k. hluta ársins, bæði inn til landsins og með ströndum fram. Meginþorri þeirra verpur í votlendi, móum eða graslendi en fáeinar tegundir verpa í skógum. Sumir vaðfuglar eru með sundfit og geta synt. Nef og fætur þeirra sýna margvíslega aðlögun að mismunandi búsvæðum og fæðuteg- undum. Neflangir vaðfuglar eru yfir- leitt háfættir og aðlagaðir að fæðuöfl- un í grunnu vatni og rökum jarðvegi. Svo til allir vaðfuglar lifa á hryggleys- ingjum, einkum liðormum. lindýrum og liðdýrum. Margir vaðfuglar halda til í fjörum utan varptíma. Hreiðurgerð vaðfugla er óveruleg, oftast aðeins grunn skál í svörð, sand eða möl. Þeir verpa yfirleitt 3-4 eggj- um og algengast er að báðir foreldrar annist umönnun eggja og unga. Vað- fuglaungar fara strax á kreik eftir klak og eru klæddir dulargervi, þ.e. dún- búningi sem er með flókið mynstur af doppum og rákum. Þessi búningur er aðlagaður að búsvæðum tegundanna og gerir þeim kleift að dyljast fyrir óvinum sínum (Fjeldsá 1977). Svo til allir vaðfuglaungar afla sér sjálfir ætis undir umsjón foreldra sem fylgja ung- unum eftir þar til þeir verða fleygir. Tjaldur (Haematopus ostralegus) og hrossagaukur (Gallinago gallinago) eru meðal fárra vaðfugla sem færa ungum sínum mat. Vaðfuglar eru félagslyndir, flestar tegundir halda sig í hópum utan varp- tíma og á ferðalögum milli varp- og vetrarheimkynna. Þeir eru meðal víð- förlustu fuglategunda, sumir fljúga að vor- og haustlagi milli varpslóða í nyrstu heimskautalöndum og vetrar- stöðva í suðurhluta S-Ameríku, S- Afríku og Ástralíu. FJAÐRAFELLIR OG BÚNINGAR Kynbundinn útlitsmunur er óveru- legur hjá vaðfuglum, bæði á lit og stærð. Kvenfuglar flestra tegunda eru þó ívíð stærri, en sá munur kemur oft- ast aðeins fram þegar fuglarnir eru mældir. Ekki eru menn á eitt sáttir hvað veldur þessum „öfuga“ stærðar- mun, en meðal fugla eru karlfuglar oftast stærri en kvenfuglar. Margir vaðfuglar iðka fluglistir um varptím- ann og því hefur verið haldið fram að fluglistir karlfugla stuðli að náttúru- vali smávaxinna og flugfimra einstakl- inga (Jehl & Murray 1986, 1989, sjá mótrök Mueller 1989). Þessi umfjöllun um fjaðrafelli og búninga vaðfugla byggir að mestu leyti á Marchant ofl. (1986). Flestir vaðfuglar eru einkvænisteg- undir, en títur hafa þó fjölbreytt fé- lagskerfi sem drepið verður á í næstu grein um flækingsvaðfugla. Sumar tít- ur eru lauslátar og hægt er að kyn- greina fáeinar tegundir úti í náttúr- unni, þar sem karlfuglarnir eru lit- skrúðugri og stærri en kvenfuglarnir. Einnig er hægt að kyngreina sundhana í varpbúningi, en hjá þeim eru kven- fuglar skrautlegri en karlfuglar. Fremur auðvelt er að greina nýfleyga unga flestra vaðfuglategunda frá eldri fuglum. Hægt er að þekkja þá úti í náttúrunni fram á vetur, eða allt að 3-6 mánuðum eftir að þeir verða fleygir. Helstu einkenni ung- fugla eru ljósir fjaðrajaðrar á baki og yfirvængjum sem gera fuglana „hreistraða" eða tíglótta tilsýndar. Ungfuglar fella fjaðrir og hafa bún- 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.