Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 42
Tvær af skræklóunum sem sáust hér
komu fram á óvenjulegum tíma (des-
ember og mars) samanborið við flesta
aðra flækingsfugla, þ.á m. aðra norð-
ur-ameríska flækinga og vaðfugla sem
flestir hafa sést að haustlagi. Skrækló-
ur sem flækst hafa til annarra landa í
V-Evrópu sjást flestar á tímabilinu
nóvember-mars, þ.e. á þeim tíma sem
skræklóur eru yfirleitt á vetrarstöðv-
um.
Skræklóur hrekjast oft norður með
austurströnd N-Ameríku, allt til
Nýfundnalands, þegar óveður geysa
síðla hausts og á vetrum. Þær eru mun
seinna á ferðinni á haustin en aðrir
norður-amerískir vaðfuglar, snúa
snemma til sumarheimkynna og búa
því við ótryggari veðráttu á fartíma en
aðrir vaðfuglar. Skræklóum er því
hættara við hrakningum, þrátt fyrir
fremur stutt ferðalög og þó að farleið-
ir þeirra liggi flestar yfir landi.
Fjalllóa (Charadrius morinellus)
Varpútbreiðsla fjalllóu er sérkenni-
lega slitrótt og að mestu bundin við
hæstu fjallgarða í Evrópu og Asíu.
Samfelld útbreiðsla er einungis í
Skandinavíu og nokkrum fjallgörðum
í Sovétríkjunum. Fjalllóur hafa orpið í
NV-AIaska og eru sennilega árvissir
varpfuglar þar. Litlir einangraðir
stofnar verpa í Skotlandi (520 pör
áætluð 1987; Spencer ofl. 1989) og á
nokkrum stöðum á meginlandi Evr-
ópu, m.a. við sjávarmál í Hollandi.
Fjalllóu hefur fækkað sums staðar,
m.a. á Bretlandseyjum og þar er
eggjasöfnun og skotveiði fyrr á tímum
kennt um. Þá hefur útbreiðsla hennar
sums staðar dregist saman af óþekkt-
um ástæðum, t.d. í Póllandi og
Tékkóslóvakíu. Stöku fuglar hafa orp-
ið utan reglubundinna heimkynna,
þ.á m. á farleiðum í Evrópu og á Sval-
barða. Fjalllóur eru gæfir fuglar og
það ber fremur lítið á þeim. Þær
kunna því að verpa víðar en hingað til
hefur verið talið.
Varpkjörlendi fjalllóu er yfirleitt
norðan eða ofan skógarmarka, á
fremur blautu og hrjóstrugu landi. Ut-
an varptíma halda fjalllóur sig aðal-
lega í þurrlendi, þar á meðal á gresj-
um og akurlendi, en eru sjaldséðar í
votlendi. Fæðan er aðallega tvívængj-
ur, bjöllur og köngurlær. Katifuglarn-
ir sjá að mestu um ungauppeldi og
kvenfuglarnir yfirgefa varpstöðvarnar
þegar um miðjan júlí, karlfuglar um
mánaðamót júlí-ágúst og ungarnir
litlu síðar.
Fjalllóur sem verpa í S-Noregi
(Hardangervidda) verja ekki óðul.
Varptíminn þar stendur lengi yfír
(einn og hálfan mánuð), kvenfuglar
keppa um maka allan tímann og
stunda fjölveri, þ.e. parast við fleiri
en einn karlfugl (Kálás & Byrkjedal
1984). Það þarf því ekki að koma á
óvart að fjalllóa er eina lóutegundin
þar sem kvenfuglar skarta litskrúðugri
búningum en karlfuglar.
Fjalllóur eru algjörir farfuglar og
hafa vetursetu á Spáni (fáir fuglar), í
N-Afríku og Mið-Austurlöndum. Far-
leiðir þeirra eru ekki skýrt markaðar,
en þær hafa viðkomu á fáum og oft
hefðbundnum stöðum á leið sinni. Þar
sem fremur fáir fuglar sjást á þessum
viðkomustöðum samanborið við áæti-
aðan varpstofn, telja menn að flestar
fjalllóur fljúgi nær viðstöðulaust milli
sumar- og vetrarheimkynna.
Flestir þeir fuglar sem sjást í Evr-
ópu utan varpstöðva og reglubund-
inna viðkomustaða eru ungfuglar á
fyrsta hausti. Þeir sjást aðallega frá
miðjum ágúsl til loka september og
stöku fuglar í október. Vorfarið hefst
í febrúar-mars og fara fuglarnir um V-
Evrópu frá miðjum apríl fram í miðj-
an maí.
36