Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 45

Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 45
hluta 19. aldar (Connors 1983). Gull- lóur hafa verið alfriðaðar í N-Amer- íku í 75 ár og hefur fjölgað. Varpkjörlendi gulllóu er mólendi norðan skógarmarka. Eftir að ungarn- ir klekjast, flytja fuglarnir sig stundum á rakara land. Um fartímann hafa sumar ungar gulllóur viðdvöl í vot- lendi inn til landsins og á sjávarleir- um, en að öðru leyti virðist gulllóa forðast fjörur og er að því leyti frá- brugðin glitlóu. Fæða gulllóu á varp- stöðvum er einkum skordýr (bjöllur, engisprettur o.fl.) og utan varptíma einnig liðormar, krabbadýr, skeldýr og ber (sbr. Bent 1929). Gulllóan yfirgefur varpstöðvar í júlí-ágúst. Sumar ferðast suður eftir meginlandi N-Ameríku (aðallega ung- ir fuglar), en flestar halda til austur- strandarinnar eftir fremur þröngri far- leið með viðkomu við Hudsonflóa. Fartíminn stendur frá ágústbyrjun og er í hámarki í september-október. Stöku fuglar eru þó á ferðinni fram í nóvember. Frá austurströnd N-Amer- íku fljúga gulllóur til vetrarstöðva í S- Ameríku með viðkomu á eyjum í austanverðu Karabíahafi. Fyrstu fugl- arnir koma til vetrarstöðva þegar í ágúst en flestir ekki fyrr en í október- nóvember. Talið er að sumir fuglanna fljúgi viðstöðulítið frá varpstöðvum í heimsskautalöndum til S-Ameríku. Gulllóa snýr til baka frá vetrar- heimkynnum í febrúar. Hún flýgur þá yfir Mexíkóflóa, hefur viðkomu á sléttum í Texas (í mars), kanadísku gresjunum (í maí) og er komin á varpstöðvarnar um mánaðamót maí- júní. Á Bretlandseyjum er gulllóa tíð- ust í september-október (sbr. Knox 1987). Sex gulllóur hafa sést á íslandi, tveir fuglar í maí (ársgamall og full- orðinn), einn í ágúst (fullorðinn) og þrír ungfuglar í október. 1. Gesthús á Álftanesi, Kjós, 5. maí 1979 (c? itnm RM8480). GP & KHS (1980). Sjá 4. mynd. 2. Bessastaðir á Álftanesi, Kjós, 20. maí 1980 (Cf ad RM7051). GP & KHS (1982). 3. Útskálar í Garði, Gull, 19. október 1980 ($ imm RM6965). GP & KHS (1982). 4. Hvalsnes á Miðnesi, Gull, 26. október 1980 ($ imm RM6964). GP & KHS (1982). Tvær gulllóur liafa sést síðan 1980: fullorðinn fugl á Seltjarnarnesi í ágúst 1981 (GP & KHS 1983) og ungur fugl í Grindavík í október 1984 (GP & EÓ 1986). Gulllóur sem flækst hafa til Bret- landseyja hafa stundum dvalið þar vetrarlangt. Það er því hugsanlegt að fuglarnir sem sáust hér í maí hafi flækst hingað með heiðlóum frá V- Evrópu. Grálóa (Pluvialis squatarola) Grálóa (5. mynd) verpur í heims- skautalöndum Asíu og N-Ameríku, norðan skógarmarka. Hún verpur lít- ið á eyjutn eða þar sem úthafsloftslags gætir. Varpkjörlendi grálóu er á þurr- ari hlutum túndrunnar, oftast þó í grennd við votlendi eða þar sem snjó í lautum tekur seint upp. Hún verpur í minna mæli í blautu landi, einkum í óshólmum stórfljóta. Foreldrarnir sjá í sameiningu um álegu og ungauppeldi þar til ungarnir eru um 12 daga gamlir. Þá yfirgefur kvenfuglinn fjölskylduna, en karlfugl- inn lýkur uppeldishlutverki sínu þegar ungarnir verða fleygir, um 23 daga gamlir. Grálóa verður sennilega ekki kynþroska fyrr en 2-3 ára gömul. Fuglar á fyrsta vori skipta aðeins í ófullkominn sumarbúning, þ.e. fá dökkar fjaðrir hér og þar, en líkjast að öðru leyti fullorðnum fuglum í vetrar- búningi, og eru því auðþekktir frá þeim á varptíma. Að loknu varpi, heldur grálóa til strandar og stansar stutt á viðkomu- stöðum inn til landsins. Hún dvelur 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.