Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 46
5. mynd. Grálóa í vetrar- búningi ásamt tveimur tjöldum, Seltjarnarnes, febrúar 1987. Grey Plover fPluvialis squatarolaj and two Oystercatchers (Haema- topus ostralcgusj, Sel- tjarnarnes, SW Iceland, February 1987. Ljósm. photo KHS. síðan nær eingöngu í sandfjörum og leirum fram á vor og er að því leyti frábrugðin heiðlóu sem heldur sig að mestu inn til landsins. A varpstöðvum nærist grálóa aðallega á skordýrum, en á viðkomu- og vetrarstöðvum á burstaormum, skeldýrum og krabba- dýrum. Á veturna halda einstaka grálóur sig oft á sömu stöðum ár eftir ár. Hver fugl ver fæðuöflunarsvæði sem er stærst á haustin (allt að 200- 600 m2), en minnkar þegar líður á vet- urinn. Fullorðnum fuglum semur illa og sjást því oftast stakir. Þeir eru hins vegar umburðarlyndari gagnvart ung- fuglum sem eru félagslyndari og halda til í smáhópum á veturna. Vetrarstöðvar grálóu eru strendur í tempraða hluta og hitabelti allra heimsálfa. Þeir fuglar sem dvelja í V- Evrópu, við Miðjarðarhaf og í V-Afr- íku á veturna (um 170 þúsund) eru flestir taldir verpa í vesturhluta Síbiríu (Smit & Piersma 1989). Mikilvægustu vetrarstöðvar grálóu við austanvert Atlantshaf eru í Gíneu- Bissá í V-Afríku þar sem talið er að um 60 þúsund fuglar hafi vetursetu (Smit & Piersma 1989). Grálóu hefur fjölgað á vetrarstöðvum í Bretlandi á undanförnum árum og telur vetrar- stofninn þar um 20 þúsund fugla. Kynbundinn munur er á vali vetrar- stöðva hjá grálóu; karlfuglar halda einkum til í norðurhluta vetrarheim- kynna, en kvenfuglar á suðlægari slóðum (allt að 90% af grálóum í Afr- íku). Geldfuglar (aðallega ársgamlir) dvelja oft sumarlangt á vetrarstöðv- um, allt frá Norðursjó til suðurhvels. Fullorðnar grálóur hverfa úr sumar- heimkynnum í júlí-september en ung- fuglar seinna (september-október). Fyrstu grálóurnar koma til vetrar- stöðva á Bretlandseyjum í júlí. Há- mark fartímans þar er í seinni hluta ágúst (fullorðnir fuglar) o^ fyrri hluta september (ungfuglar). I Bretlandi, Þýskalandi og Svíþjóð eru ungfuglar að jafnaði 5-6 vikum seinna á ferðinni en fullorðnir fuglar. Grálóa sést víða um fartímann, oft- ast eru það stakir fuglar eða fáir sam- an. Grálóa safnar miklum fituforða áður en hún leggst í ferðalög, enda er talið að hún geti flogið viðstöðulaust 40

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.