Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 46

Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 46
5. mynd. Grálóa í vetrar- búningi ásamt tveimur tjöldum, Seltjarnarnes, febrúar 1987. Grey Plover fPluvialis squatarolaj and two Oystercatchers (Haema- topus ostralcgusj, Sel- tjarnarnes, SW Iceland, February 1987. Ljósm. photo KHS. síðan nær eingöngu í sandfjörum og leirum fram á vor og er að því leyti frábrugðin heiðlóu sem heldur sig að mestu inn til landsins. A varpstöðvum nærist grálóa aðallega á skordýrum, en á viðkomu- og vetrarstöðvum á burstaormum, skeldýrum og krabba- dýrum. Á veturna halda einstaka grálóur sig oft á sömu stöðum ár eftir ár. Hver fugl ver fæðuöflunarsvæði sem er stærst á haustin (allt að 200- 600 m2), en minnkar þegar líður á vet- urinn. Fullorðnum fuglum semur illa og sjást því oftast stakir. Þeir eru hins vegar umburðarlyndari gagnvart ung- fuglum sem eru félagslyndari og halda til í smáhópum á veturna. Vetrarstöðvar grálóu eru strendur í tempraða hluta og hitabelti allra heimsálfa. Þeir fuglar sem dvelja í V- Evrópu, við Miðjarðarhaf og í V-Afr- íku á veturna (um 170 þúsund) eru flestir taldir verpa í vesturhluta Síbiríu (Smit & Piersma 1989). Mikilvægustu vetrarstöðvar grálóu við austanvert Atlantshaf eru í Gíneu- Bissá í V-Afríku þar sem talið er að um 60 þúsund fuglar hafi vetursetu (Smit & Piersma 1989). Grálóu hefur fjölgað á vetrarstöðvum í Bretlandi á undanförnum árum og telur vetrar- stofninn þar um 20 þúsund fugla. Kynbundinn munur er á vali vetrar- stöðva hjá grálóu; karlfuglar halda einkum til í norðurhluta vetrarheim- kynna, en kvenfuglar á suðlægari slóðum (allt að 90% af grálóum í Afr- íku). Geldfuglar (aðallega ársgamlir) dvelja oft sumarlangt á vetrarstöðv- um, allt frá Norðursjó til suðurhvels. Fullorðnar grálóur hverfa úr sumar- heimkynnum í júlí-september en ung- fuglar seinna (september-október). Fyrstu grálóurnar koma til vetrar- stöðva á Bretlandseyjum í júlí. Há- mark fartímans þar er í seinni hluta ágúst (fullorðnir fuglar) o^ fyrri hluta september (ungfuglar). I Bretlandi, Þýskalandi og Svíþjóð eru ungfuglar að jafnaði 5-6 vikum seinna á ferðinni en fullorðnir fuglar. Grálóa sést víða um fartímann, oft- ast eru það stakir fuglar eða fáir sam- an. Grálóa safnar miklum fituforða áður en hún leggst í ferðalög, enda er talið að hún geti flogið viðstöðulaust 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.