Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 47
allt að 6500 km. Á vorin yfirgefur
grálóa vetrarstöðvar í febrúar-mars í
S-Afríku, í byrjun apríl í Marokkó, en
ekki fyrr en síðast í apríl og byrjun
maí á Bretlandseyjum.
Grálóa er alltíður flækingur hér á
landi og hefur aðallega sést á haustin
og að vetrarlagi. Grálóa var áður
nefnd strandlóa (sbr. Bjarni Sæ-
mundsson 1936).
1. Eyrarbakki, Árn, 25. september 1892 tveir
(imm RM2072). Nielsen (1918). í fyrri
heimildum hefur komið upp ruglingur varð-
andi þetta tilvik. Benedikt Gröndal (1895a)
segir grálóa hafa náðst í nóvember(?) 1892
og er það skv. aðfangaskrá Náttúrugripa-
safnsins. Aðrir höfundar nefna 25. septem-
ber sem fundardag (sjá t.d. Slater 1901), en
geta þess ekki að tveir fuglar hafi sést.
Finnandinn (Nielsen 1918) segir hins vegar
að tveir fuglar liafi sést, en aðeins annar
þeirra náðist, og er farið eftir upplýsingum
hans í þessu tilviki.
2. Reykjavík, febrúar 1895 (RM, hent 1928).
Bjarni Sæmundsson (1936). I aðfangaskrá
Náttúrugripasafnsins er getið um grálóu
sem safninu áskotnaðist í febrúar 1895, en
ekki kemur fram hvar fuglinn fannst. I að-
fangaskrána hefur síðar verið skrifað:
„skemmdist 1928“. Sennilega hefur fuglin-
um þá verið hent. Benedikt Gröndal
(1895a) minnist ekki á þennan fugl í fugla-
tali sínu, en í prentaðri skýrslu um starf-
semi Nátlúrugripasafnsins 1894-95 kemur
hins vegar fram að grálóa hafi verið sett
upp á vegum þess á árinu (Benedikt Grön-
dal 1895b). Slater (1901) segir grálóu hafa
náðst í nágrenni Reykjavíkur og hefur hann
sennilega fengið þær upplýsingar á safninu.
3. Urðir á Heimaey, Vestm, 31. ágúst 1950
(ad RM2073). Pétur Guðjónsson.
4. Seltjarnarnes, Kjós, 20.-22. apríl 1955
(imm). Agnar Ingólfsson & Arnþór Garð-
arsson (1957).
5. Sandgerði - Garður, Gull, 29. desember
1957 - byrjun janúar 1958, tveir. Vilhjálm-
ur .Lúðvíksson o.fl.
6. Fuglavík á Miðnesi, Gull, 27. desember
1959. Þorsteinn Einarsson.
7. Breiðabólsstaður á Álftanesi, Kjós, 2. jan-
úar 1962. Jón Baldur Sigurðsson.
8. Garðskagi, Gull, 31. ágúst - 16. september
1971. James R. Wilson o.fl. (sbr. Morrison
1971).
9. Akrar í Hraunhreppi, Mýr, 2. september
1971. James R. Wilson (sbr. Morrison
1972).
10. Neskaupstaður, S-Múl, um 1.-5. október
1971 (cf imm RM2074). Skv. Hjörleifi
Guttormssyni.
11. Sandgerði, Gull, 30. september - 1. októ-
ber 1973 (cf imm RM2075). Finnur Logi
Jóhannsson, Jóhann Oli Hilmarsson, Olaf-
ur K. Nielsen, Skarphéðinn Pórisson o.fl.
12. Brimurð á Heimaey, Vestm, 17. september
1974 (J imm; hamur í einkasafni, bein
RM8473). Ingi Sigurjónsson.
13. Staður í Grindavfk, Gull, 28. ágúst 1976
(Cf ad RM6237) og 28.-29. ágúst 1976 (9
ad RM6252). Kristinn H. Skarphéðinsson,
Ólafur K. Nielsen og Skarphéðinn Þóris-
son.
14. Hvalsnes - Garður, Gull, 30. september -
14. október 1979 tveir, 9. desember einn.
GP og KHS (1980).
15. Seltjarnarnes, Kjós, 6.-10. október 1979.
GP & KHS (1980).
16. Höfn í Hornafirði, A-Skaft, 24. júlí 1980
tveir (ad og imm). GP og KHS (1983).
17. Staður í Grindavík, Gull, 27. október 1980.
GP & KHS (1982).
Alls sást a.m.k. 41 fugl 1981-89, langflestir í
grennd við Sandgerði, en grálóa má heita árviss
gestur á þeim slóðum (GP & KHS 1983, GP &
EÓ 1984-89, GP o.fl. 1991a,b).
Hantszch (1905) segir að J.V. Havsteen á
Akureyri hafi oft séð grálóur á Norðurlandi og
fengið þær í hendur. Sonur þess síðarnefnda,
Júlíus Havsteen (1931), segir skv. athugunum
sem hann hefur úr fórum föður síns, að hann
hafi séð einn fugl á Oddeyri 1885. Bjarni Sæ-
mundsson (1936) getur þessa tilviks einnig, en
misritun virðist hafa orðið hjá honum því hann
segir að árið 1895 hafi grálóa sést á Norðurlandi
og vitnar í áðurnefnda grein Júlíusar. Þar sem
upplýsingar um ofangreinda fugla eru óná-
kvæmar, sleppti ég þeim úr yfirlitinu.
Grálóur hafa fyrst og fremst sést á
Suðvesturlandi, aðallega á Rosm-
hvalanesi, en einnig í Grindavík og
Innnesjum (6. mynd) og verið árvissar
frá 1979. Stakar grálóur sáust í Fljóts-
dal í maí 1981 (GP & KHS 1983) og
Biskupstungum í október 1986 (GP &
EO 1989a), hinar sáust nær allar í
fjörum. Fyrstu fuglarnir sáust í lok
júlí, en flestir virðast koma til landsins
41