Náttúrufræðingurinn - 1991, Síða 53
Geirfinnur Jónsson og Leó Kristjánsson
/
Ný segulsviðskort af Islandi
INNGANGUR
Nákvæmar segulsviðsmælingar á
stærri eða smærri svæðum á jörðinni
geta gefið margháttaðar upplýsingar
um gerð og legu berglaga í næsta ná-
grenni. Talsvert hefur verið unnið að
slíkum mælingum á Islandi og á haf-
svæðinu kringum landið, og var sam-
antekt þeirra rannsókna nýlega gefin
út á vegum Raunvísindastofnunar Há-
skólans. í þessari stuttu grein verður
sagt frá helstu forsendum segulsviðs-
mælinga, framkvæmd þeirra og túlkun
hérlendis.
SEGULSVIÐ VIÐ YFIRBORÐ
JARÐAR
Segulsvið er vektor, þ.e. eiginleiki
rúmsins sem á hverjum stað hefur
bæði stærð og stefnu. Stærð vektorsins
eða sviðsstyrkurinn er oft mæld í ein-
ingunni nano-Tesla (nT). Stefna seg-
ulsviðsins á hverjum stað er sú stefna
sem norðurendi áttavitanálar mundi
vísa í ef nálin gæti leikið frjáls um lá-
réttan og lóðréttan öxul samtímis.
Hér á landi stefnir sviðið bratt niður,
og hallar um því sem næst 76° horn frá
láréttu. Hornið milli sviðsins og há-
norðurs, sem nefnist misvísun eins og
notendur áttavita kannast við, er aftur
á móti um 20° til vesturs á íslandi.
Við yfirborð jarðar er segulsviðið
samsett af þrem þáttum, sem eiga sér
ólíkar orsakir. Lang sterkastur þeirra
er svokallað „jarðsegulsvið" eða
meðalsvið, sem stafar frá rafstraum-
um í fljótandi kjarna jarðar. Það líkist
mjög því sviði, sem kæmi fram ef lítill,
en afar sterkur, stangarsegull væri
settur í jarðmiðju. Styrkur þessa þátt-
ar er um 51- 52 þúsund nT hér á landi,
og breytist mjög hægt (0,1% eða svo á
ári). Þetta svið er reglulegt og lítt mis-
munandi milli landshluta, og breytist
einnig lítið með mismunandi hæð yfir
sjó. Til eru alþjóðlegar formúlur sem
gera kleift að reikna út þetta svið hvar
sem er á landinu.
Rafstraumar í háloftunum valda
óreglulegu segulsviði, sem alla jafna
er ákaflega veikt, innan við 100 nT.
Það getur hinsvegar breyst snögglega
og aukist mjög, einkum í tengslum við
sólblettavirkni og norðurljós.
Að lokum skal talinn sá þáttur seg-
ulsviðsins sem jarðfræðingar hafa
mestan áhuga á, bergsegulsviðið, sem
er kyrrstætt svið frá segulmögnuðu
kristölluðu bergi í jarðskorpunni. Það
er mjög mismunandi frá einum stað til
annars, en áhrif þess minnka hratt
með vaxandi hæð frá berginu. Hér á
landi er það oft fáein þúsund nT í 2 m
hæð og getur því haft veruleg áhrif á
misvísunina, þ.e. á stefnu áttavita, en
í 1000 m hæð eru sveiflurnar aflíðandi
og ná óvíða meira en 1000 nT. Stefna
þessa sviðs getur verið í ýmsar áttir,
en í einföldu máli má segja að ofan
við berg sem er segulmagnað „niður"
(eins og jarðsegulsviðið hér), auki
Náttúrufræöingurinn 61 (1), bls. 47-55, 1991.
47