Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 53

Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 53
Geirfinnur Jónsson og Leó Kristjánsson / Ný segulsviðskort af Islandi INNGANGUR Nákvæmar segulsviðsmælingar á stærri eða smærri svæðum á jörðinni geta gefið margháttaðar upplýsingar um gerð og legu berglaga í næsta ná- grenni. Talsvert hefur verið unnið að slíkum mælingum á Islandi og á haf- svæðinu kringum landið, og var sam- antekt þeirra rannsókna nýlega gefin út á vegum Raunvísindastofnunar Há- skólans. í þessari stuttu grein verður sagt frá helstu forsendum segulsviðs- mælinga, framkvæmd þeirra og túlkun hérlendis. SEGULSVIÐ VIÐ YFIRBORÐ JARÐAR Segulsvið er vektor, þ.e. eiginleiki rúmsins sem á hverjum stað hefur bæði stærð og stefnu. Stærð vektorsins eða sviðsstyrkurinn er oft mæld í ein- ingunni nano-Tesla (nT). Stefna seg- ulsviðsins á hverjum stað er sú stefna sem norðurendi áttavitanálar mundi vísa í ef nálin gæti leikið frjáls um lá- réttan og lóðréttan öxul samtímis. Hér á landi stefnir sviðið bratt niður, og hallar um því sem næst 76° horn frá láréttu. Hornið milli sviðsins og há- norðurs, sem nefnist misvísun eins og notendur áttavita kannast við, er aftur á móti um 20° til vesturs á íslandi. Við yfirborð jarðar er segulsviðið samsett af þrem þáttum, sem eiga sér ólíkar orsakir. Lang sterkastur þeirra er svokallað „jarðsegulsvið" eða meðalsvið, sem stafar frá rafstraum- um í fljótandi kjarna jarðar. Það líkist mjög því sviði, sem kæmi fram ef lítill, en afar sterkur, stangarsegull væri settur í jarðmiðju. Styrkur þessa þátt- ar er um 51- 52 þúsund nT hér á landi, og breytist mjög hægt (0,1% eða svo á ári). Þetta svið er reglulegt og lítt mis- munandi milli landshluta, og breytist einnig lítið með mismunandi hæð yfir sjó. Til eru alþjóðlegar formúlur sem gera kleift að reikna út þetta svið hvar sem er á landinu. Rafstraumar í háloftunum valda óreglulegu segulsviði, sem alla jafna er ákaflega veikt, innan við 100 nT. Það getur hinsvegar breyst snögglega og aukist mjög, einkum í tengslum við sólblettavirkni og norðurljós. Að lokum skal talinn sá þáttur seg- ulsviðsins sem jarðfræðingar hafa mestan áhuga á, bergsegulsviðið, sem er kyrrstætt svið frá segulmögnuðu kristölluðu bergi í jarðskorpunni. Það er mjög mismunandi frá einum stað til annars, en áhrif þess minnka hratt með vaxandi hæð frá berginu. Hér á landi er það oft fáein þúsund nT í 2 m hæð og getur því haft veruleg áhrif á misvísunina, þ.e. á stefnu áttavita, en í 1000 m hæð eru sveiflurnar aflíðandi og ná óvíða meira en 1000 nT. Stefna þessa sviðs getur verið í ýmsar áttir, en í einföldu máli má segja að ofan við berg sem er segulmagnað „niður" (eins og jarðsegulsviðið hér), auki Náttúrufræöingurinn 61 (1), bls. 47-55, 1991. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.