Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 54

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 54
sviðið frá berginu við styrk jarðseg- ulsviðsins. Þetta nefnast jákvæð segul- sviðsfrávik frá meðalgildi sviðsins. Sé bergið aftur á móti segulmagnað „upp“, þ.e. í öfuga átt við stefnu jarð- segulsviðsins, dregur sviðið frá berg- inu úr styrk jarðsegulsviðsins og við fáum þar neikvæð frávik. FRAMKVÆMD SEGULSVIÐSMÆLINGA Við segulsviðsmælingar í jarðfræði- legum tilgangi er leitast við að kort- leggja sviðsfrávik af völdum hins seg- ulmagnaða grunnbergs. Er þá gengið, flogið eða siglt með mælitækið, yfir- leitt á beinum samsíða línum með hæfilegu millibili sem er haft því meira sem hæð mælinemans er meiri. Langalgengasta tegund tækja til þessara segulsviðsmælinga mælir að- eins styrk sviðsins, en ekki stefnu. Mælingarnar byggjast á sérstökum áhrifum segulsviðs á vetnisfrumeind- ir, og eru mjög nákvæmar (0,1 nT) þótt mælineminn sé í raun aðeins olíu- fyllt flaska með spólu vafðri utan um (1. mynd). Þetta fyrirkomulag er handhægt að því leyti að mæling- arnar eru ónæmar fyrir veltingi eða hristingi nemans, en í mörgum tilvik- um er þó bagalegt að fá ekki upplýs- ingar um nákvæma stefnu sviðsins um leið. Að mælingunum loknum eru þær leiðréttar fyrir áhrifum háloftastraum- anna, og er það einfaldlega gert með því að nota gögn úr síritandi segul- sviðsmæli sem látinn er skrá samfellt á föstum stað í nágrenni mælinganna. Hér á landi má í flestum tilfellum not- ast við skráningu sviðsins í segulmæl- ingastöð Raunvísindastofnunar Há- skóians í Leirvogi við Mosfellsbæ. Að síðustu er einnig leiðrétt fyrir trufl- andi áhrifum farartækisins á mæling- arnar, ef þörf þykir. STAÐSETNINGAR Ekki er mikið gagn að mælingum á segulsviðinu, nema vitað sé livar hver mæling hefur verið gerð. Við slíkar rannsóknir frá skipum og flugvélum er ákvörðun staðsetningar oft mun erfið- ara vandamál úrlausnar en sjálf segul- sviðsmælingin. í flugi yfir landi má notast við kennileiti, en þá þarf veður að vera gott, og úrvinnslan er seinleg. A sjó hefur mest verið notað svokall- að Loran-C staðsetningarkerfi, sem byggt er upp af mjög öflugum lang- bylgjusendistöðvum, og er ein þeirra við Hellissand. Ýmis vandkvæði hafa þó verið á notkun þessa kerfis í flug- vélum, einkum þau að það tekur tæki um borð í flugvél allt að hálfri mínútu að reikna út stöðuna, og getur vélina þá borið af hinni fyrirfram ákvörðuðu leið á meðan. Einnig eiga tækin það til að „detta út“ vegna truflana í mót- töku merkisins, og eru þá enn lengur að átta sig og finna réttan stað aftur. Nú á árinu 1991 eru hinsvegar að verða miklar framfarir í staðsetningu lítilla flugvéla eins og þeirra .sem Raunvísindastofnun hefur notast við, með tilkomu nýs og mjög handhægs búnaðar (2. mynd). Er hér um að ræða svonefnd GPS-tæki, sem nema hátíðnisendingar frá gervitunglum. Þótt tungl þessi séu í 20 þúsund km hæð yfir jörðu, geta tækin ákvarðað stöðu flugvélar á tveggja sekúndna fresti allan sólarhringinn svo nákvæm- lega að ekki skakkar nema nokkrum tugum metra. SEGULMÖGNUN BERGS Segulmögnun gosbergs hérlendis er að miklu leyti varanleg, og hafa berg- lögin segulmagnast í stefnu ríkjandi sviðs þegar þau storknuðu. Nú vill svo til að segulsvið jarðar hefur oft snúist við á þeim tíma sem Island hefur ver- ið að byggjast upp (sjá Leó Kristjáns- 48

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.