Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1991, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 1991, Síða 54
sviðið frá berginu við styrk jarðseg- ulsviðsins. Þetta nefnast jákvæð segul- sviðsfrávik frá meðalgildi sviðsins. Sé bergið aftur á móti segulmagnað „upp“, þ.e. í öfuga átt við stefnu jarð- segulsviðsins, dregur sviðið frá berg- inu úr styrk jarðsegulsviðsins og við fáum þar neikvæð frávik. FRAMKVÆMD SEGULSVIÐSMÆLINGA Við segulsviðsmælingar í jarðfræði- legum tilgangi er leitast við að kort- leggja sviðsfrávik af völdum hins seg- ulmagnaða grunnbergs. Er þá gengið, flogið eða siglt með mælitækið, yfir- leitt á beinum samsíða línum með hæfilegu millibili sem er haft því meira sem hæð mælinemans er meiri. Langalgengasta tegund tækja til þessara segulsviðsmælinga mælir að- eins styrk sviðsins, en ekki stefnu. Mælingarnar byggjast á sérstökum áhrifum segulsviðs á vetnisfrumeind- ir, og eru mjög nákvæmar (0,1 nT) þótt mælineminn sé í raun aðeins olíu- fyllt flaska með spólu vafðri utan um (1. mynd). Þetta fyrirkomulag er handhægt að því leyti að mæling- arnar eru ónæmar fyrir veltingi eða hristingi nemans, en í mörgum tilvik- um er þó bagalegt að fá ekki upplýs- ingar um nákvæma stefnu sviðsins um leið. Að mælingunum loknum eru þær leiðréttar fyrir áhrifum háloftastraum- anna, og er það einfaldlega gert með því að nota gögn úr síritandi segul- sviðsmæli sem látinn er skrá samfellt á föstum stað í nágrenni mælinganna. Hér á landi má í flestum tilfellum not- ast við skráningu sviðsins í segulmæl- ingastöð Raunvísindastofnunar Há- skóians í Leirvogi við Mosfellsbæ. Að síðustu er einnig leiðrétt fyrir trufl- andi áhrifum farartækisins á mæling- arnar, ef þörf þykir. STAÐSETNINGAR Ekki er mikið gagn að mælingum á segulsviðinu, nema vitað sé livar hver mæling hefur verið gerð. Við slíkar rannsóknir frá skipum og flugvélum er ákvörðun staðsetningar oft mun erfið- ara vandamál úrlausnar en sjálf segul- sviðsmælingin. í flugi yfir landi má notast við kennileiti, en þá þarf veður að vera gott, og úrvinnslan er seinleg. A sjó hefur mest verið notað svokall- að Loran-C staðsetningarkerfi, sem byggt er upp af mjög öflugum lang- bylgjusendistöðvum, og er ein þeirra við Hellissand. Ýmis vandkvæði hafa þó verið á notkun þessa kerfis í flug- vélum, einkum þau að það tekur tæki um borð í flugvél allt að hálfri mínútu að reikna út stöðuna, og getur vélina þá borið af hinni fyrirfram ákvörðuðu leið á meðan. Einnig eiga tækin það til að „detta út“ vegna truflana í mót- töku merkisins, og eru þá enn lengur að átta sig og finna réttan stað aftur. Nú á árinu 1991 eru hinsvegar að verða miklar framfarir í staðsetningu lítilla flugvéla eins og þeirra .sem Raunvísindastofnun hefur notast við, með tilkomu nýs og mjög handhægs búnaðar (2. mynd). Er hér um að ræða svonefnd GPS-tæki, sem nema hátíðnisendingar frá gervitunglum. Þótt tungl þessi séu í 20 þúsund km hæð yfir jörðu, geta tækin ákvarðað stöðu flugvélar á tveggja sekúndna fresti allan sólarhringinn svo nákvæm- lega að ekki skakkar nema nokkrum tugum metra. SEGULMÖGNUN BERGS Segulmögnun gosbergs hérlendis er að miklu leyti varanleg, og hafa berg- lögin segulmagnast í stefnu ríkjandi sviðs þegar þau storknuðu. Nú vill svo til að segulsvið jarðar hefur oft snúist við á þeim tíma sem Island hefur ver- ið að byggjast upp (sjá Leó Kristjáns- 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.