Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 55
1. mynd. Geirfinnur Jónsson við flugvélina TF-BMX, sem Raunvísindastofnun Háskól-
ans hefur leigt til flugsegulmælinga í nokkur skipti 1990-91. Vélin er af gerðinni Cessna
Skymaster II, með hreyfla í bak og fyrir og tvöfalt stél. Segulmælisnemi sést standa aftur
úr stélinu. Airplane nsed by the Science Institute for aeromagnetic surveys in 1990-91. The
magnetometer probe is mounted behind the tail. Mynd photo Leó Kristjánsson.
son 1984), og eru því í fjöllum hér til
skiptis syrpur hrauna með svokallaða
„rétta“ (þ.e. niður) og „öfuga“ segul-
stefnu. Þykkt syrpanna er breytileg,
en gjarna 100-500 m.
Styrkur segulmögnunar í hverju
hraunlagi er einnig mjög misjafn, sem
m.a. er háð járninnihaldi bergsins og
ýmsum aðstæðum við myndun þess.
íslensk hraunlög eru yfirleitt mjög
segulmögnuð, jafnvel hundrað til þús-
und sinnum meira en jarðlög víðast á
meginlöndunum. Meðalinnihald blá-
grýtishrauna af segulmögnuðum
steindum er þó aðeins um 1% að rúm-
máli til. Við eldvirkni undir vatni
myndast gosberg sem er enn segul-
magnaðra en hraunlög, svo sem
bólstraberg og hraðkæld innskot, og
eru því sterk og áberandi segulfrávik
víða við úthafshryggi.
TÚLKUN SEGULSVIÐS-
MÆLINGA
Segulmögnun bergs veldur í ná-
grenni bergsins segulsviði, sem eins og
fyrr var gefið til kynna er þó aðeins
lítill hluti heildarsviðsins, og er nefnt
frávik (anomaly). Hægt er að reikna
út frávikin á hverjum stað kringum
bergmyndun, ef allir seguleiginleikar
bergsins eru þekktir, en það er að
sjálfsögðu sjaldnast raunin. Hins veg-
ar er af ýmsum ástæðum alveg ómögu-
legt að finna segulmögnun bergsins,
stærð tiltekinna bergmyndana o.þ.h.
út frá sviðsmælingum, hversu um-
fangsmiklar sem þær kunna að vera.
49