Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 56

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 56
2. mynd. Fluglínur í segulmælingaflugi Raunvísindastofnunar Háskólans 6. maí 1991 suð- austan við land. Takið eftir því að línurnar eru því sem næst alveg beinar. Til þess að svo megi verða, þarf flugmaður að vita hárrétta staðsetningu flugvélarinnar á hverju augna- bliki. Innfellda myndin er af nýlegu staðsetningartæki fyrir flugvélar (Pronav GPS), því sem notað var í þessu flugi. Tækið getur sýnt hnattstöðu vélarinnar, hæð, hraða, stefnu, flugtíma til endapunkts mælilínu, og ýmsar aðrar upplýsingar. Aeromagnetic flight lines off SE Iceland, May 1991, using the GPS navigation instrument shown in the inset. Mynd photo Leó Kristjánsson. Aðeins er hægt að draga grófar álykt- anir um þá eiginleika, og eru því seg- ulsviðsmælingarnar einkum notaðar til þess að gefa vísbendingar um jarð- fræðilega áhugaverða staði, um strikstefnur, og um aldursröð jarð- laga. Mest gagn gera segulsviðsmæl- ingar á svæðum, þar sem erfitt er að koma við beinni jarðfræðikortlag- ningu, svo sem yfir bergi sem er hulið sjó eða lítt segulmögnuðu seti, því að segulsviðsfrávikin komast „óáreitt" þar í gegn. A sjó eru stundum aðrar jarðeðlisfræðirannsóknir gerðar sam- hliða, einkum þyngdarsviðsmælingar og mælingar á endurvarpi jarðskjálfta- bylgna frá sprengingum, sem einnig getur gefið mikilsverðar upplýsingar um jarðlögin. SEGULSVIÐSMÆLINGAR RAUNVÍSINDASTOFNUNAR HÁSKÓLANS Á árunum 1968-80 vann Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor að því að mæla segulsvið úr flugvél yfir íslandi, 50

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.