Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 57
og gaf Raunvísindastofnun Háskólans niðurstöður þeirra út á níu kortblöð- um í mælikvarða 1:250.000. Tækin, sem notuð voru bæði til mælinganna sjálfra og staðsetninga á flugvélinni, voru að miklu leyti smíðuð við stofn- unina undir stjórn Þorbjörns. Fluglín- ur voru oftast með 3-4 km millibili, og hæðin 1-2 km yfir sjávarmál. Frá þeim rannsóknum er nánar sagt í bókinni „í hlutarins eðli“ ( Þorsteinn I. Sigfússon 1987), svo og í ýmsum ritum sem þar er vitnað til. Snemma árs 1985 var hafist handa á Raunvísindastofnun við að koma til- tækum gögnum úr segulsviðsmæling- um Þorbjörns Sigurgeirssonar og ann- arra af íslandi og nágrenni þess, á samræmt tölvuskráð form. Einnig voru 1985-86 gerðar viðbótarmælingar til að fylla upp í nokkrar eyður í mæli- línunum. Þessum áfanga lauk á árinu 1989 með ritun ítarlegrar skýrslu um rannsóknirnar (Leó Kristjánsson o.fl. 1989). Henni fylgdi litprentað kort í kvarða 1:1.000.000 af niðurstöðum mælinganna, þ.e. frávikum frá áætl- uðu meðalgildi sviðsins á hverjum stað. í skýrslunni er nreðal annars lýst helstu segulsviðsfrávikum sem fundist hafa yfir Islandi og landgrunninu, og gerð lausleg grein fyrir jarðfræðiað- stæðum, sem líklega valda þeim frá- vikum. Þá hefur einnig nýlega birst tímaritsgrein með samantekt úr skýrslunni og korti af megindráttum sviðsins (Geirfinnur Jónsson o.il. 1991). NOKKUR MEIRI HÁTTAR SEGULSVIÐSFRÁVIK Einfölduð gerð segulkorts Geirfinns Jónssonar o.fl. (1991) er sýnd á 3. mynd. Einna mest áberandi er ræma með tiltölulega sterku sviði (rautt á kortinu), sem fylgir hinu virka gos- belti eftir sunnanverðum Reykjanes- skaga og beygir síðan til norðausturs í átt til Langjökuls. Reikna má með, að þetta jákvæða segulfrávik stafi að mestu frá bergi sem hefur orðið til og segulmagnast á yfirstandandi segul- skeiði, en það hófst fyrir um 700 þús- und árum. Til beggja handa við það eru aflangar lægðir (bláar) í sviðinu, og eiga þær væntanlega uppruna sinn í gosbergi frá næsta segulskeiði þar á undan, en það stóð yfir í um 1,8 millj- ón ára. Því öfuga skeiði tilheyra m.a. Esjan og Ingólfsfjall, og hafa rann- sóknir á sýnum úr þessum fjöllum staðfest þá niðurstöðu. Þannig má rekja sig aftur í ennþá eldra berg, þótt ekki verði því lýst nánar hér. Segul- frávikin samsíða gosbeltunum eru hinsvegar mun óreglulegri á íslandi en yfir úthafshryggjunum norðan og suð- vestan við landið, og sum hverfa að mestu leyti yfir landinu. Þetta gæti stafað af ýmsu, til dæmis óvenju mik- illi breidd gosbeltanna hér eða því að þau hafi flust til. Einnig renna hraun oft langar leiðir frá gosstöðvum hér, en í úthafinu hrúgast gosefnin upp rétt við hverja gosstöð. Allt þetta gerir jarðfræðilega túlkun frávikanna yfir íslandi erfiða, en um hana vísum við til greinar Geirfinns Jónssonar o.fl. (1991). Annað algengt fyrirbrigði á segul- sviðskortunum eru staðbundin frávik, nokkurn veginn hringlaga og allt upp í um 10 km á stærð. Þau koma einkum fyrir við sumar hinar stærri megineld- stöðvar landsins, bæði virkar og út- kulnaðar. Fæstar þeirra hafa verið kortlagðar hvað varðar seguleigin- leika bergsins, og er því ekki vel ljóst hvernig á frávikunum stendur, en vís- bendingar eru um að þar komi gabbró og fleiri innskotsmyndanir við sögu. Önnur slík staðbundin frávik tengjast nýlegri gosvirkni undir sjó eða jökli, og er líklegast að þau eigi uppruna 51

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.