Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 60

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 60
grunninu austan við land. Sum þess- ara frávika hafa verið sjófarendum við landið kunn lengi, jafnvel frá því á 18. öld. SEGULS VIÐSMÆLIN G AR 1990-91 Á árunum 1990-91, eftir að fyrr- nefnd yfirlitskort af segulsviðsfrávik- um voru frágengin, hafa frekari mæl- ingar Raunvísindastofnunar Háskól- ans á segulsviði úr lofti einkum beinst að tveim atriðum. Annarsvegar er röð segulfrávika á landgrunninu sunnan og suðaustan við landið, en þau liggja nokkru innar en sú landgrunnsbrún sem er vel þekkt af sjókortum. Mæli- línur til þessara rannsókna ná um 120 km út frá landinu (2. mynd), austan við mælingar sem gerðar voru á sjó 1973. Hins vegar hefur verið mælt út af Faxaflóa og Snæfellsnesi, einkum til þess að kanna hvernig aflöng segul- sviðsfrávik yfir úthafinu hér suðvestur af, samsíða Mið-Atlantshafshryggn- um, teygja sig upp á landgrunnið og inn á landið. Samhliða hefur verið unnið að því að endurbæta tölvubún- að og forrit til úrvinnslu segulsviðs- mælinganna, því að með mismunandi framsetningu má leggja áherslu á mis- munandi atriði í þessu gagnasafni (4. mynd). LOKAORÐ Rannsóknir Þorbjörns Sigurgeirs- sonar á segulsviðinu yfir íslandi voru mikið afrek, og hafa niðurstöður þeirra veitt ýmsar athyglisverðar upplýsingar um jarðfræði landsins. Mælingar af þessu tagi, og úrvinnsla þeirra, eru þó mun skemmra á veg komnar hér en hjá flestum nágranna- þjóðunum, sem hafa úr meira fé til slíkra rannsókna að spila en við ís- lendingar. I sumum löndum eru jafn- vel til segulsviðskort af stórum svæð- um með 100 m línubili og margfalt meiri mælinákvæmni en hér. Ekki er áætlað að sinni að fljúga aftur yfir landið allt, heldur verður lögð áhersla á að þétta mælingarnar þar sem helst þykir ástæða til, og bæta við línum á landgrunninu. Einnig verður reynt að reikna út líkön af orsökum þeirra frá- vika, sem helst eru til þess fallin, með hliðsjón af öðrum gögnum um jarð- lagabyggingu á viðkomandi svæðum ef til eru. ÞAKKIR Segulsviðsmælingarnar voru styrktar af Rannsóknasjóði Háskóla Islands og Vís- indasjóði. Við þökkum flugmönnunum Stefáni Sæmundssyni og Úlfari Hennings- syni fyrir samvinnu við mælingar 1985-86 og 1990-91 og Flugradíói sf. fyrir aðstoð. Marteini Sverrissyni, rafmagnsverkfræð- ingi, þökkum við sérstaklega fyrir þátt hans í undirbúningi, framkvæmd og úr- vinnslu mælinganna 1985-86. HEIMILDIR Geirfinnur Jónsson, Leó Kristjánsson & Marteinn Sverrisson 1991. Magnetic sur- veys of Iceland. Tectonophysics 189, 229-247. Leó Kristjánsson 1984. Bergsegulmælingar - nytsöm tækni við jarðfræðikortlagn- ingu. Náttúrufrœðingurinn 54, 119-130. Leó Kristjánsson, Geirfinnur Jónsson & Marteinn Sverrisson 1989. Magnetic Surveys at the Science Institute. Fjölrit- uð skýrsla RH01.89, Raunvísindastofn- un Háskólans. 40 bls. og kort. Þorsteinn I. Sigfússon (ritstj.) 1987. í hlut- arins eðli. Afmælisrit til heiðurs Þor- birni Sigurgeirssyni prófessor. Menning- arsjóður, Reykjavík, 433 bls. og tvö kort. 54

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.