Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1991, Síða 60

Náttúrufræðingurinn - 1991, Síða 60
grunninu austan við land. Sum þess- ara frávika hafa verið sjófarendum við landið kunn lengi, jafnvel frá því á 18. öld. SEGULS VIÐSMÆLIN G AR 1990-91 Á árunum 1990-91, eftir að fyrr- nefnd yfirlitskort af segulsviðsfrávik- um voru frágengin, hafa frekari mæl- ingar Raunvísindastofnunar Háskól- ans á segulsviði úr lofti einkum beinst að tveim atriðum. Annarsvegar er röð segulfrávika á landgrunninu sunnan og suðaustan við landið, en þau liggja nokkru innar en sú landgrunnsbrún sem er vel þekkt af sjókortum. Mæli- línur til þessara rannsókna ná um 120 km út frá landinu (2. mynd), austan við mælingar sem gerðar voru á sjó 1973. Hins vegar hefur verið mælt út af Faxaflóa og Snæfellsnesi, einkum til þess að kanna hvernig aflöng segul- sviðsfrávik yfir úthafinu hér suðvestur af, samsíða Mið-Atlantshafshryggn- um, teygja sig upp á landgrunnið og inn á landið. Samhliða hefur verið unnið að því að endurbæta tölvubún- að og forrit til úrvinnslu segulsviðs- mælinganna, því að með mismunandi framsetningu má leggja áherslu á mis- munandi atriði í þessu gagnasafni (4. mynd). LOKAORÐ Rannsóknir Þorbjörns Sigurgeirs- sonar á segulsviðinu yfir íslandi voru mikið afrek, og hafa niðurstöður þeirra veitt ýmsar athyglisverðar upplýsingar um jarðfræði landsins. Mælingar af þessu tagi, og úrvinnsla þeirra, eru þó mun skemmra á veg komnar hér en hjá flestum nágranna- þjóðunum, sem hafa úr meira fé til slíkra rannsókna að spila en við ís- lendingar. I sumum löndum eru jafn- vel til segulsviðskort af stórum svæð- um með 100 m línubili og margfalt meiri mælinákvæmni en hér. Ekki er áætlað að sinni að fljúga aftur yfir landið allt, heldur verður lögð áhersla á að þétta mælingarnar þar sem helst þykir ástæða til, og bæta við línum á landgrunninu. Einnig verður reynt að reikna út líkön af orsökum þeirra frá- vika, sem helst eru til þess fallin, með hliðsjón af öðrum gögnum um jarð- lagabyggingu á viðkomandi svæðum ef til eru. ÞAKKIR Segulsviðsmælingarnar voru styrktar af Rannsóknasjóði Háskóla Islands og Vís- indasjóði. Við þökkum flugmönnunum Stefáni Sæmundssyni og Úlfari Hennings- syni fyrir samvinnu við mælingar 1985-86 og 1990-91 og Flugradíói sf. fyrir aðstoð. Marteini Sverrissyni, rafmagnsverkfræð- ingi, þökkum við sérstaklega fyrir þátt hans í undirbúningi, framkvæmd og úr- vinnslu mælinganna 1985-86. HEIMILDIR Geirfinnur Jónsson, Leó Kristjánsson & Marteinn Sverrisson 1991. Magnetic sur- veys of Iceland. Tectonophysics 189, 229-247. Leó Kristjánsson 1984. Bergsegulmælingar - nytsöm tækni við jarðfræðikortlagn- ingu. Náttúrufrœðingurinn 54, 119-130. Leó Kristjánsson, Geirfinnur Jónsson & Marteinn Sverrisson 1989. Magnetic Surveys at the Science Institute. Fjölrit- uð skýrsla RH01.89, Raunvísindastofn- un Háskólans. 40 bls. og kort. Þorsteinn I. Sigfússon (ritstj.) 1987. í hlut- arins eðli. Afmælisrit til heiðurs Þor- birni Sigurgeirssyni prófessor. Menning- arsjóður, Reykjavík, 433 bls. og tvö kort. 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.