Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 66

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 66
B 2. mynd. Love-bylgjur (A) og Rayleigh-bylgjur (B). Ground motion in surface waves, Love waves (A) and Rayleigh waves (B). YFIRBORÐSBYLGJUR P- og S-bylgjur berast lljótustu leið gegnum efnið og geta borist um allt það rúm sem efnið fyllir. Þær eru því stundum kallaðar rúmbylgjur. Nokk- uð sérstakar aðstæður skapast þar sem rúmið afmarkast af yfirborði, sem set- ur áframhaldandi bylgjuhreyfingu skorður. Þegar rúmbylgjur skella á slíku yfirborði endurkastast þær og geta breyst úr einni gerð í aðra. Við sérstakar aðstæður verða til bylgjur sem ferðast eftir yfirborðinu og hafa sérstaka eiginleika. Þær kallast yfir- borðsbylgjur til aðgreiningar frá rúm- bylgjunum. Útslag þeirra er mest við yfirborðið eða nálægt því, og deyr út með dýpi. Dýpi bylgjunnar ræðst að verulegu leyti af bylgjulengdinni. Því lengri sem bylgjan er, því dýpra gætir bylgjuhreyfingarinnar. Tveir megin- flokkar yfirborðsbylgna eru kenndir við eðlisfræðingana sem fyrstir bentu á tilvist þeirra, Rayleigh og Love. Rayleigh-bylgjur verða til við sam- spil P- og SV-bylgna við yfirborðið. Hreyfingar efnisagna fylgja spor- baugsferlum eins og sýnt er á 2. mynd. Allar hreyfingar eru í lóðrétt- um fleti sem innifelur útbreiðslustefn- una. Oftast er hreyfingin með bak- snúningi eins og myndin sýnir, þ.e. í bylgju sem fer til hægri hreyfist efnis- ögnin rangsælis. Þetta má nota til að ákvarða útbreiðslustefnu bylgjunnar með mælingum. 60

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.