Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 71

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 71
eingöngu fram á mælum sem mæla lá- rétta hreyfingu. Rayleigh-bylgjurnar (LR) koma síðast. Þær koma bæði fram á láréttum og lóðréttum mælum. Með því að bera saman alla þætti hreyfingarinnar má sjá að bylgjurnar berast úr austnorðaustri. Bæði Love- og Rayleigh-bylgjurnar sýna greini- lega tvístrun, hægustu sveiflurnar koma fyrst og síðan eykst sveiflutíðnin jafnt og þétt. Þær standa því yfir í langan tíma, oft tugi mínútna. Far- brautir helstu bylgnanna eru sýndar á 6. mynd. Auk bylnanna sem merktar eru á línuritinu má sjá torkennilega bylgju sem kemur á milli SS- og SSS- bylgnanna. Ekki er ljóst hvaða leið hún fór í gegnum jörðina. JARÐSKJÁLFTABYLGJUR í SJÓ Jarðskjálftar eiga oft upptök undir sjávarbotni og verða þá stundum til bylgjur sem berast eftir sjónum. Best eru þekktar skjálftaflóðbylgjur, en þær verða til þegar sjávarbotninn raskast mikið á upptakasvæðinu, einkum ef lóðréttar hreyfingar eru miklar og mikill vatnsmassi kemst við það á hreyfingu. Þessar bylgjur eru mjög langar, bylgjulengdin getur skipt tugum eða hundruðum kílómetra, og þær geta borist mjög langt frá upptök- unum. Hraði þeirra er fyrst og fremst háður sjávardýpi. Á venjulegu úthafi þar sem dýpi er um 5000 m er hraðinn um 220 m/s eða 800 km/klst. Á opnu hafi gætir bylgjunnar lítið, en þegar hún kemur á grynnra vatn eða nálægt strönd getur hún risið og brotnað og valdið flóðum og tjóni, jafnvel í mörg þúsund kílómetra fjarlægð frá upptök- um skjálftans. Skjálftaflóðbylgjur eru sjaldgæfar í Atlantshafi. Stórir skjálftar þar eru flestir tengdir láréttum jarðskorpu- hreyfingum, sem ekki hreyfa sjóinn mikið. Stórir skjálftar með lóðréttum hreyfingum geta þó orðið á einstaka svæðum, til dæmis á flekamótunum sem liggja frá Azoreyjum til Gíbralt- arsunds. Skjálftinn mikli sem eyddi Lissabon árið 1755 átti þar upptök og tjónið varð að miklu leyti vegna flóð- bylgjunnar sem hann hratt af stað. Hér á landi er aðeins einu sinni vitað til þess að skjálfti hafi komið af stað flóðbylgju í sjó. Það var í Flatey á Skjálfanda árið 1872. Skjálftinn átti upptök nálægt Flatey, á misgengjum sem liggja milli eyjarinnar og lands og kennd eru við Húsavík (Sveinbjörn Björnsson og Páll Einarsson 1981). Flóðbylgjan olli ekki tjóni svo vitað sé, en allmörg hús hrundu af völdum skjálftans. í Kyrrahafi eru skjálftaflóðbylgjur hins vegar nokkuð tíðar. Miklir skjálftar eiga þar upptök undir sjávar- botni, og flestir þeirra eru tengdir lóð- réttum jarðskorpuhreyfingum. Flóð- bylgjurnar berast stundum þvert yfir hafið og gera usla í fjarlægum lönd- um. Vegna þeirra reka þjóðirnar sem lönd eiga að Kyrrahafi sameiginlegt aðvörunarkerfi sem sendir út viðvör- un þegar stórir skjálftar verða. Hljóðbylgjur, eða P-bylgjur af hárri tíðni, berast um hafið með nokkuð sérkennilegum hætti. Þrýstingur og hitastig hafa talsverð áhrif á bylgju- hraðann, og verka þannig að hraðinn er lægstur á um 800-1400 m dýpi. Þar er því eins konar lághraðalag. Bylgjur sem upptök eiga nálægt þessu dýpi hafa tilhneigingu til að beygja af leið og fylgja lághraðalaginu. Orka hljóð- bylgnanna safnast fyrir í laginu og get- ur borist eftir því langar leiðir. Nefna mætti þetta lag hljóðburðarlag. Bylgj- ur sem þannig fylgja ákveðnum lögum eru nefndar leiddar bylgjur. Yfir- borðsbylgjur eru til dæmis í þessum flokki. Hljóðburðarlagið kemur víða við 65

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.