Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 81

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 81
auglýsingateiknari. Trúnaðarmaður dómnefndarinnar var Sigurður S. Snorrason. Alls tóku 44 þátt í sam- keppninni en margir sendu fleiri en eina tillögu. Nefndin var einróma sammála um að verðlauna tillögu að merki frá Kristínu Arngrímsdóttur. Höfundur skýrir merkið svo að í bak- grunni sé þríhyrningur sem geti táknað fjall en þríhyrningur er einnig tákn sköpunarinnar. Upp í þríhyrn- inginn vaxa tvö kímblöð, tákn grósk- unnar. Hinn 1. október var öllum félögum og velunnurum boðið til afmælishátíð- ar að Hótel Loftleiðum í Reykjavík og voru þar m.a. viðstödd Forseti Islands frú Vigdís Finnbogadóttir og mennta- málaráðherra Svavar Gestsson. Fund- arstjóri var Unnsteinn Stefánsson prófessor. Dagskráin hófst með ávarpi menntamálaráðherra en síðan flutti formaður félagsins hátíðarræðu þar sem hann rakti m.a. sögu félagsins og starf. Pá voru Kristínu Arngríms- dóttur veitt verðlaun, 100.000 kr. fyrir tillögu að merki félagsins. Lýst var kjöri Hjálmars R. Bárðarsonar sem kjörfélaga og þriggja nýrra heiðursfé- laga, Axels Kaabers, Einars B. Páls- sonar og Ingólfs Einarssonar. Voru þeir sæmdir barmprjóni úr gulli með hinu nýja merki félagsins. Aðrir heið- urs- og kjörfélagar voru einnig boðnir til hátíðarinnar en aðeins tveir áttu kost á að koma. Það voru þeir Stein- dór Steindórsson frá Hlöðum og Guð- brandur Magnússon og voru þeir einnig sæmdir barmprjóni. Að lokinni afliendingu barmmerkja, sá Oddur Sigurðsson um litskyggnusýningu sem hann nefndi „Stórt og smátt í náttúru íslands“. Par sýndi hann fyrirbæri náttúrunnar, allt frá því stærsta sem sjá má á gervitunglamyndum niður í smávaxin skordýr. Síðastur sagði svo forstöðumaður Heureka vísindasafns- ins í Vanda í Finnlandi, dr. Hannu Miettinen, frá þessu stórglæsilega safni og sýndi myndir. Að dagskrá lokinni bauð félagið upp á veitingar í Víkingasal og þáðu þær um 240 manns. Félagin bárust góðar gjafir í tilefni afmælisins. Ferðafélag íslands gaf ár- bækur sínar frá upphafi og Jöklarann- sóknafélag Islands tímaritið Jökul, einnig frá upphafi. Að auki hafa Vís- indaráð, Iðnaðarráðuneyti, Mennta- málaráðuneyti og Búnaðarbanki Is- lands styrkt útgáfu Mývatnsbókarinn- ar. Póstur og sími gáfu einnig út frí- merki í tilefni afmælisins. A frímerk- inu er mynd af Stefáni Stefánssyni, sem að öðrum ólöstuðum má telja að- alhvatamann að stofnun félagsins. 1 bakgrunni sést eyrarrós. 75

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.