Fréttablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 15. maí 2009 27 Martin Scorsese ætlar að leikstýra „óhefðbundinni“ kvikmynd um ævi Franks Sinatra. Þetta verð- ur fyrsta myndin um þennan ást- sæla söngvara sem lést árið 1998. Á meðal vinsælustu laga hans voru My Way og New York, New York. Í myndinni verður ekki rakin ævi Sinatra frá vöggu til grafar heldur verða eftirminnileg augna- blik í lífi hans tekin fyrir. Fram- leiðandi verður dóttir hans Tina. „Faðir minn bar mikla virðingu fyrir hæfileikum þeirra sem unnu með honum og þeir báru mikla virðingu fyrir honum. Það er mjög ánægjulegt að þessi þróun haldi áfram með Marty Scorsese sem leikstjóra Sinatra-myndarinnar,“ sagði hún. Leikarinn Matthew Fox lætur það ekki stöðva sig að tengjast einu frægasta flugslysi sjónvarps- sögunnar. Hann leikur sem kunnugt er í þáttunum Lost, sem snúast um hóp fólks sem verður strandaglópar á eyju eftir flug- slys. Fox stefnir nú að því að verða flugmaður sjálfur. Fox hefur flogið svifflugvélum um nokkurra ára skeið en ætlar nú að taka skrefið í átt að alvöru flugvélum. „Ég er að fara að taka hluta prófsins síðar í þessum mánuði. Þetta er að klárast og ég er tilbúinn,“ segir hann. Lost-leikari lærir að fljúga MATTHEW FOX Ætlar að verða flugmaður. NORDICPHOTOS/GETTY MARTIN SCORSESE Leikstjórinn þekkti ætlar að leikstýra mynd um ævi Franks Sinatra. Söngkonan Jessica Simpson hefur lýst því yfir að hún sé ekki ólétt. Og því er ruðningsleikmaðurinn Tony Romo ekki að verða pabbi. Allavega ekki með Jessicu Simp- son. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Jessica beri barn undir belti en hann kemur í kjöl- far mikillar umræðu um holdafar ljóskunnar. Jessica kom nýverið fram á tónleikum í San Antonio og þar þóttust einhverjir greina smá kúlu. Og í kjölfarið fóru vef- miðlarnir á kreik og greindu frá hugsanlegri fjölgun mannkyns- ins. Fjölmiðla- fulltrúi Jessicu var þó fljótur að átta sig á hlutunum og sendi út yfirlýsingu sem var ansi stuttorð: „Hún er ekki ólétt.“ Jessica sver af sér óléttu Shia Labeouf njósnaði um Cameron Diaz og Lucy Liu þegar tökur á Englum Charlies fóru fram. Hann var nefnilega svo heppinn að hjólhýsi fegurðardísanna tveggja voru á móti hans hjólhýsi. Shia var smástirni þegar tökur á mynd- inni fóru fram árið 2003 en stjarna hans hefur risið nokkuð með Transformers-mynd- inni. Hann fékk þó engu að síður sitt eigið athvarf og gat horft þaðan á það sem Diaz og Liu voru að gera á milli atriða. „Ég sá allt, ég kom því bara þannig fyrir að þær föttuðu aldrei að ég væri að horfa,“ upplýsti Labeouf í samtali við bandarískan vefmiðill. Ekki er hins vegar víst hvernig þær Liu og Diaz muni taka þessum tíðindum. Mynd um ævi Sinatra Á EKKI VON Á BARNI Jessica Simpson á ekki von á barni. Njósnaði um mótleikkonurnar 2.990.- 7.990.- 5.490.- 3.990.- 5.990.- 6.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.