Fréttablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 62
38 15. maí 2009 FÖSTUDAGUR
Strákafélagið Styrmir, sem er skip-
að samkynhneigðum knattspyrnu-
og sundmönnum, undirbýr þátttöku
sína í World Outgames-leikunum
sem verða haldnir í Kaupmanna-
höfn í sumar.
Um nokkurs konar Ólympíu-
leika samkynhneigðra er að ræða
og hlakkar Jón Þór Þorleifsson úr
Styrmi mikið til. „Það eru stífar
æfingar hjá öllum og mikil gleði. Við
erum sex sem erum að fara að synda
og svo eitt fótboltalið og stuðnings-
menn með,“ segir hann en í hópnum
eru 25 manns.
Þetta verður í fyrsta sinn sem
Styrmir tekur þátt í leikunum og
jafnframt í fyrsta sinn sem sund-
deildin lætur til sín taka. Fótbolta-
liðið tók í vor þátt í alþjóðlegu móti
í Kórnum í Kópavogi en sunddeildin
fær nú loksins að sýna hvað í henni
býr. Var hún stofnuð í september
síðastliðnum með það að markmiði
að taka þátt í leikunum.
Fyrstu World Outgames-leikarnir
voru haldnir í Montreal í Kanada
fyrir þremur árum. Þar tóku 18
þúsund manns frá 111 löndum þátt
í hinum ýmsu íþróttagreinum og er
búist við enn meiri þátttöku í ár.
Ekki skemmir fyrir þátttökunni
að hin árlega Gay Pride-ganga verð-
ur haldin í borginni þegar keppninni
lýkur. „Við verðum örugglega þreytt
eftir keppnina en það getur vel verið
að við löbbum með,“ segir Jón Þór
og segir að gangan verði góð upphit-
un fyrir Gay Pride í Reykjavík einni
viku síðar. - fb
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT
2. íþrótt, 6. slá, 8. eldsneyti, 9. tunna,
11. hljóta, 12. peningar, 14. mjóróma,
16. kusk, 17. svelgur, 18. munda, 20.
tvíhljóði, 21. högg.
LÓÐRÉTT
1. þrákelkni, 3. kúgun, 4. hólburður,
5. hamfletta, 7. heimakoma, 10.
ról, 13. örn, 15. laun, 16. umrót, 19.
tvíhljóði.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. golf, 6. rá, 8. kol, 9. áma,
11. fá, 12. aurar, 14. skræk, 16. ló, 17.
iða, 18. ota, 20. au, 21. stuð.
LÓÐRÉTT: 1. þráa, 3. ok, 4. lofræða,
5. flá, 7. ámusótt, 10. ark, 13. ari, 15.
kaup, 16. los, 19. au.
SPURNING DAGSINS
Svör við spurningum á síðu 8
1 Laddi.
2 240 milljarðar króna.
3 Alsír.
Lítt hefur farið fyrir
nýjum þingmanni
Borgaraflokksins, Þráni
Bertelssyni, eftir að
talsverð umræða
varð um heiðurs-
listamannalaun
hans og hvort
viðeigandi væri
að hann þægi
þau samfara þing-
fararkaupi. Enda hefur Þráinn tak-
markaðan tíma til að standa í slíkri
diskúsjón en hann stefnir ótrauður
á að senda frá sér endurminninga-
bók um næstu jól en í bók númer
tvö í þeirri ritröð skildu lesendur við
Þráin þrítugan að aldri. Lesendur
tóku fagnandi ÉG ef mig skyldi kalla
– seinþroskasaga, sem er sjálf-
stætt framhald metsölubókarinnar
Einhvers konar Ég, en hún seldist
í um fimm þúsund eintökum og
samkvæmt hefðbundnu reiknilíkani
útgefenda gerir það rúmar tvær
milljónir í vasa höfundar.
Útgefandi Þráins, Tómas Her-
mannsson, er nú í önnum við að
færa til bókar ævisögu Magnúsar
Eiríkssonar og þegar Manna-
korn spilaði á Húsavík um daginn
notuðu þeir félagar tækifærið og
óku yfir þúsund kílómetra, Tómas
við stýrið og Magnús sagði honum
sögur, meðal annars þá að eitt sinn
voru hann og Pálmi Gunnarsson á
Búðum að undirbúa Mannakorns-
plötu númer fjögur. Brugðu sér út
í hraun og sofnuðu þar í eina sjö
klukkutíma í heiðríkju. Þeir hefðu
undir venjulegum kringumstæðum
átt að brenna rækilega í sólinni en
ekki sást neitt á
þeim. Magnús
er sannfærður
um það æ
síðan að hafa
verið tekinn af
geimverum
þennan
tíma.
- jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Við erum staddir hérna í þorpi
rétt utan Prag. Og erum að gera
auglýsingu. Kozel bjór sem er í
eigu SAB Miller sem framleiðir
Miller, Grolsch, tékkneska pilsner-
bjórinn... við höfum verið hérna í
nokkra daga núna,“ segir Samúel
Bjarki Pétursson auglýsingaleik-
stjóri.
Enn bætist á glæsilegan afreks-
lista auglýsingaleikstjóranna
snjöllu, dúettsins Samma og
Gunna, Gunnars Páls Ólafsson-
ar, en þeir hrepptu nýverið afar
eftirsóknarvert verkefni sem er
að gera risastóra bjórauglýsingu
fyrir SAB Miller. Sammi segist
ekki vera með nákvæmar upplýs-
ingar um kostnaðaráætlun en segir
að gerð auglýsingarinnar sé í það
minnsta á milli hundrað og hundr-
að og fimmtíu milljónir íslenskra
króna. Sem heitir risaauglýsing á
íslenskan mælikvarða.
„Já, þetta er mjög stór kúnni. Og
veit ekki hvað SAB Miller eyðir
mörgum hundruðum milljóna, ég
heyrði einhvern tíma milljarð, á
ári í auglýsingafé um heim allan.
Fólk heldur áfram að drekka bjór
í kreppunni,“ segir Sammi og
lætur vel af sér og þeim félögum
í Tékklandi. Í auglýsingunni leika
um hundrað manns, þorpsbúar í
þessu þorpi framleiða bjórinn og
eru að draga eitt og annað heim-
an frá sér til að hafa með á þorps-
hátíð – eða festival. „Og með fylgir
vörumerkið, sem er geithafur,
einskonar fjallageit en það er sem
sagt búið að temja eitt stykki geit
í þrjár vikur. Þannig að hún fylgir
vel tamin og góð.“
Að sögn Samma var slegist um
þetta tiltekna verkefni. Þeir voru
að keppa við tólf leikstjóra í Bret-
landi um þetta tiltekna verkefni.
„Já, og mikið af mjög stórum nöfn-
um í auglýsingabransanum. Þetta
var hörð barátta og Íslendingarn-
ir urðu fyrir valinu að þessu sinni.
Við erum kannski ekki svo hatað-
ir í Bretlandi þegar allt kemur til
alls,“ segir Sammi á léttum nótum.
Og segir að það sé ekki fráleit
samlíking að tala um einskonar
auglýsinga-idol. „Við þurftum
sem betur fer ekki að syngja. Þá
hefðum við lent í 12. sæti. En það
er auglýsingastofa sem hefur verið
með þetta verkefni á sínu borði í
ár þannig að mjög vel er passað
uppá þetta. Fyrst eru menn vald-
ir út frá því sem menn hafa gert.
Og þá skorið niður í fimm manna
hóp. Hver um sig þarf þá að skila
inn áætlun, hvernig hugmyndin er
að framkvæma og útfæra auglýs-
inguna. Svo endar þetta í þriggja
manna úrslitum en þá mæta menn
í viðtal, þá í tvo og svo einn,“ segir
Sammi. Kozel bjórinn hefur aðeins
fengist í Tékklandi en nú stendur
til að markaðssetja hann í Evrópu
og gert er ráð fyrir því að auglýs-
ingin fari í birtingu um miðjan
júní. Íslendingar fá að sjálfsögðu
ekki að sjá auglýsinguna, enda
stranglega bannað að sýna áfengis-
auglýsingar í íslenskum fjölmiðl-
um. En Sammi gerir ráð fyrir því
að sjá megi hana á youtube.com
eins og allt annað.
jakob@frettabladid.is
SAMMI OG GUNNI: MEÐ TAMDA BJÓRGEIT Í 150 MILLJÓNA AUGLÝSINGU
Gera bjórauglýsingu í Prag
AUGLÝSINGALEIKSTJÓRINN SAMMI Mjög hörð samkeppni var meðal leikstjóra um þetta tiltekna verkefni fyrir SAB Miller – en
okkar menn hrepptu samninginn.
Tónlistarmaðurinn Arnar Jónsson, sem söng kántrí-
lagið Easy to Fool í undankeppni Eurovison, er með
tvö ný lög í undirbúningi. Annað nefnist Here I Am
og er eftir Halldór Guðjónsson við texta Ronalds
Kerst en hitt, sem hefur ekki fengið nafn, er eftir
Örlyg Smára. Textann við það lag samdi móðir Arn-
ars, Carola Ida Köhler, bloggari og fyrrverandi
útvarpskona á Bylgjunni. „Hún er rosalega klár
penni. Hún er mikið í því að skrifa og semja en það
er ekkert sem hefur komið út,“ segir Arnar. „Við
náum mjög vel saman ég og mamma mín,“ bætir
hann við. Lagið er að sögn Arnars í anda nýtísku
Brit-popps en hinu laginu, sem er væntanlegt í
útvarp eftir nokkrar vikur, lýsir hann sem venju-
legu popplagi með Eagles-áhrifum. „Þetta er bara
mjög þægilegt og gott lag,“ segir hann. Höfundur-
inn Halldór Guðjónsson samdi einnig lagið Dagur
nýr sem Heiða Ólafsdóttir flutti í undankeppni Euro-
vision og hefur hann því ágæta reynslu af popps-
míðum sem þessum.
Arnar segir að lögin tvö gefi tóninn fyrir væntan-
legan sólóferil sinn. Hann á þó nokkur lög á lager
sem hann hefur samið sjálfur og vonast hann til að
gefa út sína fyrstu plötu á næsta ári. „Þetta er allt á
réttri leið,“ segir þessi efnilegi söngvari.
- fb
Syngur lag við texta mömmu
Fara á Ólympíuleika samkynhneigðra
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VA
LLI
ARNAR JÓNSSON Tónlistar maður-
inn Arnar Jónsson er með tvö
spennandi lög í undirbúningi.
Á LEIÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR Sundlið Strákafélagsins Styrmis sem keppir á World
Outgames-leikunum í Kaupmannahöfn í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Yfirleitt hendi ég því sem er til
í blandarann, appelsínusafa,
ávöxtum og fleiru. Eini gallinn
er að maður er yfirleitt orðinn
svangur aftur eftir tuttugu
mínútur.“
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona
CISV hefur verið starfandi á Íslandi í tæp 30 ár og sent
yfi r 1.000 þátttakendur út um allan heim.
Við erum með laus pláss fyrir eina stelpu og tvo stráka
í unglingaskipti til Klagenfurt í Austurríki.
Unglingaskiptin standa yfi r í fjórar vikur, tvær vikur í hvoru
landi og dvelja krakkarnir inn á heimilum jafnaldra sinna.
Krakkarnir byrja að hittast fl jótlega til að undirbúa
unglingaskiptin og skipuleggja dagskránna.
Nánari upplýsingar má fi nna á heimasíðu félagsins www.cisv.org,
á netfanginu cisv@cisv.is eða í síma 861 1122 (Ásta).